Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Blaðsíða 45

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Blaðsíða 45
Austrið er rautt En ekki nóg með það: Gunni var rétt kominn út af kontórnum og vissi ekki hvað hann átti að hugsa, stóð ringlaður á miðju frystihús- gólfinu, en ekki bara yfir tíðindum Hafdísar, því einsog allir aðrir sá hann hvar Siggi stóð uppi á einni af saltfiskstæðunum og veifaði öðrum kaffibrúsanum á meðan hann hélt ræðuna frá því á fundinum kvöldið áður. I orðum hans var sami eldfimi krafturinn, bara enn meiri ofsi. Fólk dreif að því vegna bilunar í vélasalnum heyrðist hún um allt frystihúsið. Það var úað, ullað, blístrað og klappað og þegar verk- stjórinn kom æðandi með stingandi augnaráð og skipaði honum umsvifalaust niður hikstaði Siggi og fékk sér sjúss og glotti, en færð- ist svo bara enn meir í aukana. Þá leit verkstjórinn á klukkuna og beið í hálfa mínútu áður en hann stökk upp á stæðuna, kraftalegur í þykkri grænni peysu og niðurbrettum klofstígvélum. Hann ætlaði að hrifsa kaffibrúsann af Sigga og stoppa hann en Siggi varðist með brúsanum áður en hann henti honum frá sér og hoppaði á verkstjórann og felldi hann. Saltkornin spýttust einsog snjókorn, þeir veltust um stæðuna og niðri príluðu þeir sem gátu upp á lyftarana til að sjá sem best. Þeir voru alveg við brúnina og Siggi, eldrauður og ofsafenginn, var að reyna að ná taki á verkstjóranum, sem lá á bakinu, en með feiknarlegu handafli tókst verkstjóranum að fleygja honum ofan af sér og spark- aði um leið í magann á honum þannig að Siggi flaug fram af stæð- unni. Höfuðið skall í gólfið og það lak blóð sem litaði gólfið rautt. Við fórum með Sigga á sjúkrahúsið. Það þurfti að sauma nokkur spor í hnakkann og við aðra augabrúnina. Næsta morgun sat Siggi og keðjureykti oná ferðatöskunni, þungbúinn með sáraumbúðir á höfðinu og appelsínugulu rafmagnsritvélina sér við hlið, en seinna um daginn flugu hann og Gunni suður. Þeir voru samferða Garðari Hafstað sem ætlaði að láta prenta eftir sig ljóðabók strax og hann kæmi í bæinn. Af róttækum aðkomumönnum vorum við Flosi einir eftir. Við ætluðum ekki að láta deigan síga en halda starfi okkar áfram. Næsta morgun vöknuðum við en þegar við mættum í frystihúsið var okkur sagt að fara yfir í gúanóbræðsluna, þangað væri búið að flytja okkur, nei nei, ekki út af neinum málum, heldur aðeins í hagræðing- arskyni. Með okkur komu Jói á lyftaranum og þrír aðrir. 179
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.