Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Blaðsíða 82

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Blaðsíða 82
Tímarit Mdls og menningar sig bækur en þótti dálítið einkennilegur því hann tók helst aldrei mark á öðru en því sem í fljótu bragði virtist ómögulega geta staðist. Hann veinaði af hamingju ef minnst var á sagnapersónur einsog þá feðga Skallagrím og Kveldúlf sem breyttust í grimmilegar forynjur þegar tungl var fullt, og eftir að hafa heyrt mig tala um hvað það væri gaman að rekast á bækur með áhugaverðari karakterum en meðaltalið í símaskránni brá hann við hart, dró fram bók með dimmleitu nafni og sagði mér að lesa Steinar. Síðan þá hef ég legið yfir bókum eins og Blandað í svartan dauðann og Farðu burt skuggi; þetta eru óneitanlega fremur skuggalegir bókatitlar, að maður tali nú ekki um dulnefnið Bugði Beygluson sem hann notar stundum. Ekki þori ég að guma af því að vera beinlínis undir áhrifum af Steinari, nema kannski helst í að grípa til tæknififfa sem hann hefur best útfært, einsog að stafsetja tal manna eftir framburði til að auðkenna karakterinn; samt held ég að þessar bækur hljóti að smita alla sem þær lesa og ímynda mér að það snerti helst meðhöndlun hans á sögupersónum eða jafnvel afstöðuna til manna yfirleitt. Hann nálgast fólk á þann hátt sem er full- komin andstæða afmælis- og minningargreinasmjaðurs; gengur að því þar sem það er veikast fyrir, lægst og dýrslegast. Það fær enginn að dulbúa sig með fölsku alúðarbrosi einsog fyrir portrettljósmyndun eða sjæna sig upp í kokteil með ströngum fatakröfum áðuren hann lendir í bók eftir Steinar. En galdurinn liggur samt kannski í því að þessi grimma og óvægna með- höndlun á persónunum virkar þráttfyrirallt beiskjulaus; ekki bara að húm- orinn visni aldrei og tærist upp í formyrkvun heiftarinnar, heldur er það beinlínis vissan um að lífið lifir sem stendur eftir þegar búið er að reita allar skrautfjaðrirnar af mannfólkinu. Þeir sem lesið hafa Astarsögu eða Blandað í svartan dauðann skilja hvað átt er við er þeir minnast föðurstolts Kristjáns matsveins á Gamminum yfir honum Gústa sínum. Kiddi kokkur er ný- skriðinn uppúr lúkarnum sem minnir á grútarbræðslu í helvíti, kominn heim í skrepp með sultudós handa sokkahrygnunni, fullur af sönnu ástríki til frumburðarins hans Gústa, sem er glápvankaður, málhaltur, einsog fuglahræða hjá hinum börnunum, og með skegg, átta ára gamall, sauðbrúnt tað á öðrum kjálkanum. Svo Babbi þarf að raka blessaðan seilorinn. Aldrei verður fólkið svo vesælt hjá Steinari að ekki sé það lifandi, æsandi og hroðalegt. Maður gæti vel hugsað sér að skála við Kolfinn á Gamminum og þekkir sig í Hansa sem þurfti að flýja til Selfoss til að geta farið í nýja frakkann. Annars var undarlegt að uppgötva svona höfund á sínum tíma fyrir sjálfan sig, höfund sem fáir þekktu og aldrei var minnst á í skólanum, og um tíma leiddi sú uppgötvun útí þá bjartsýni að kannski væru þeir til í kippum höfundarnir í þessum klassa sem enn væru óuppgötvaðir hjá þess- 216
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.