Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Blaðsíða 80

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Blaðsíða 80
Tímarit Mdls og menningar og erfiði. Hún hefur betur: innrætir syninum fullkomna skömm á líkam- legum þrældómi og fyrirlitlegu magamálslífi þorpsbúa. I þessari fyrstu sögu er strax kominn heimur og andblær hins mikla sagnabálks Guðbergs, Tangasagnanna. Það er að sjálfsögðu töluverður munur á sögupersónum, fjölda þeirra, nöfnum o.s.frv., en merkilegast í þessu sambandi er þó að Músin er fullkomlega hefðbundin í formi, og má það í fljótu bragði virðast merkilegt þarsem um er að ræða fyrstu sögu eins helsta frumkvöðuls nýstefnu í skáldsagnagerð hér á landi. Bókin hefst á nokkurskonar inngangi sem skilmerkilega greinir frá sögusviði og pers- ónum, einsog ættartölurnar í Islendingasögunum, og honum lýkur með þessari merkilegu klausu: I þessari sögu mun ég reyna að lýsa umskiftum þeim sem gerðust, jafn- nákvæmlega, ljóst, samviskusamlega og hlutlaust og unnt er. Þau hófust, svo greind yrðu, í lok vetrar, þótt rætur þeirra standi miklu dýpra. Hef ég þá söguna. Þannig lýsir Guðbergur ætlunarverki sínu í upphafi fyrstu skáldsögunnar, og ef nánar er að gáð má segja að hann hafi ekki hvikað svo langt frá því prógrammi og ætla mætti í fljótu bragði. Þótt margt í seinni sögunum virki harla kaótískt og ruglingslegt, þá getur ástæða þess hreinlega verið sprottin upp úr ofangreindu stefnumiði, einsog ég skal reyna að skýra nánar. Sögumaðurinn í Músin sem læðist minnir stundum á drenginn Hermann í Tangasögunum. Þó er Hermann yfirleitt í þriðjupersónu, einn úr mann- hafinu. Undantekning er samt í seinni hluta síðustu Tangabókarinnar, Það rís úr djúpinu, þar sem Hermann er sögumaður. Þótt þessi bókarhluti sé með því torlesnara sem Guðbergur hefur skrifað, þá skýrist það af sögu- efninu: líklega er Hermann að segja frá endurminningum úr móðurkviði. Hugmyndaflug höfundar er að sönnu óvanalegt, en það er annar hand- leggur. Sem annað dæmi má nefna Tómas Jónsson. Hann er hálf elliær, kalkaður í það minnsta. Minnisgóður á einangruð smáatriði; honum vitrast smásjármyndir úr ævi sinni og umhverfi. En umfram allt er hugarástandi hans fylgt: stundum slær útí fyrir gamalmenninu, allskonar utanaðkomandi hark raskar frásögninni, en það er ekkert reynt að beita venjulegum epísk- um blekkingum til að leyna því. Vilji höfundur birta hugrenningar og hugarástand þessa gamla manns, lífinu einsog það kemur honum sjálfum fyrir sjónir, getur frásögnin ekki orðið annað en brotakennd. Sama á við um aðra hluta sagnabálksins, t.d. Onnu eða trílógíuna: sögu- sviðið er heimur feigðar, upplausnar, óra. Sú staðreynd er túlkuð með upplausn frásagnarinnar. Af þessu má ráða hversu villandi það getur verið að kalla módernisma 214
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.