Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Side 80
Tímarit Mdls og menningar
og erfiði. Hún hefur betur: innrætir syninum fullkomna skömm á líkam-
legum þrældómi og fyrirlitlegu magamálslífi þorpsbúa.
I þessari fyrstu sögu er strax kominn heimur og andblær hins mikla
sagnabálks Guðbergs, Tangasagnanna. Það er að sjálfsögðu töluverður
munur á sögupersónum, fjölda þeirra, nöfnum o.s.frv., en merkilegast í
þessu sambandi er þó að Músin er fullkomlega hefðbundin í formi, og má
það í fljótu bragði virðast merkilegt þarsem um er að ræða fyrstu sögu eins
helsta frumkvöðuls nýstefnu í skáldsagnagerð hér á landi. Bókin hefst á
nokkurskonar inngangi sem skilmerkilega greinir frá sögusviði og pers-
ónum, einsog ættartölurnar í Islendingasögunum, og honum lýkur með
þessari merkilegu klausu:
I þessari sögu mun ég reyna að lýsa umskiftum þeim sem gerðust, jafn-
nákvæmlega, ljóst, samviskusamlega og hlutlaust og unnt er. Þau hófust, svo
greind yrðu, í lok vetrar, þótt rætur þeirra standi miklu dýpra.
Hef ég þá söguna.
Þannig lýsir Guðbergur ætlunarverki sínu í upphafi fyrstu skáldsögunnar,
og ef nánar er að gáð má segja að hann hafi ekki hvikað svo langt frá því
prógrammi og ætla mætti í fljótu bragði. Þótt margt í seinni sögunum virki
harla kaótískt og ruglingslegt, þá getur ástæða þess hreinlega verið sprottin
upp úr ofangreindu stefnumiði, einsog ég skal reyna að skýra nánar.
Sögumaðurinn í Músin sem læðist minnir stundum á drenginn Hermann
í Tangasögunum. Þó er Hermann yfirleitt í þriðjupersónu, einn úr mann-
hafinu. Undantekning er samt í seinni hluta síðustu Tangabókarinnar, Það
rís úr djúpinu, þar sem Hermann er sögumaður. Þótt þessi bókarhluti sé
með því torlesnara sem Guðbergur hefur skrifað, þá skýrist það af sögu-
efninu: líklega er Hermann að segja frá endurminningum úr móðurkviði.
Hugmyndaflug höfundar er að sönnu óvanalegt, en það er annar hand-
leggur. Sem annað dæmi má nefna Tómas Jónsson. Hann er hálf elliær,
kalkaður í það minnsta. Minnisgóður á einangruð smáatriði; honum vitrast
smásjármyndir úr ævi sinni og umhverfi. En umfram allt er hugarástandi
hans fylgt: stundum slær útí fyrir gamalmenninu, allskonar utanaðkomandi
hark raskar frásögninni, en það er ekkert reynt að beita venjulegum epísk-
um blekkingum til að leyna því. Vilji höfundur birta hugrenningar og
hugarástand þessa gamla manns, lífinu einsog það kemur honum sjálfum
fyrir sjónir, getur frásögnin ekki orðið annað en brotakennd.
Sama á við um aðra hluta sagnabálksins, t.d. Onnu eða trílógíuna: sögu-
sviðið er heimur feigðar, upplausnar, óra. Sú staðreynd er túlkuð með
upplausn frásagnarinnar.
Af þessu má ráða hversu villandi það getur verið að kalla módernisma
214