Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Blaðsíða 57

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Blaðsíða 57
„Eilífur kallar/kvenleikinn oss. “ segja að Alda farist ofurseld þeim þjóðfélagslegu lögmálum sem ekki ráða, því hún er á valdi ástarinnar og grein Helgu gengur út á að sýna fram á að ástin sé óhugsandi í okkar karlstýrða þjóðfélagi. En hún lítur sem sé á Oldu sem einskært fórnarlamb í sögunni, objekt eða andlag hennar, óvirk- an þolanda, og er það í anda hefðbundinnar túlkunnar bókmenntafræðinn- ar á kvenpersónum. Hið virka afl í sögunni að mati Helgu, frumlag hennar, gerandinn, er hins vegar karlveldið, sem stundum er í mynd Antons, stundum í mynd hins lostafulla dauða — en yfirleitt kannski óljóst tossa- bandalag, „þau þjóðfélagslegu lögmál sem ráða“ - hið karllega illa afl í heiminum. Eg lít hins vegar á Öldu sem frumlag sögunnar, hún hefur allt frumkvæði, það eru hennar eigin gerðir og hugsanir sem verða henni að falli, hún er ekki hispursmey í nauðum, það er óþarfi að vera alltaf að sýkna hana af öllu, kannski ætti maður allt eins að „halda með“ eiginkonu Antons. En sú skoðun sem oft hefur heyrst er líka fáránleg að Alda sé ógeðfelld og lítt áhugaverð persóna. Hún er stórkostlega áhugaverð — hún er raunar heillandi. Ef við lítum á aðra karlmenn en Anton í sögunni kemur í ljós að þetta eru allt ástsjúkir leiksoppar Öldu - hún er sannkallað femme fatale. Latínukennarinn Steindór labbar í sjóinn út af henni, ferst í öldurót- inu, skólaskáldið unga er dregið á tálar og síðan hent. Allur 6.B situr og mænir á hana. Og svo framvegis: öll saga hennar fram að Antoni undir- byggir að þessi kona verður að læra að elska; kuldi hennar hefur þegar drepið einn mann, hún er að verða of sein, ástin er algjör nauðsyn og því blæs hún út þegar kemur að þeim manni sem hafnar henni. Þá ferst hún. Túlkun Helgu tiplar framhjá öllu þessu, vegna þess að henni er það svo mikið kappsmál að skipta í lið, gott og illt, karllegt og kvenlegt, og allt sem ruglar þessa strengilegu niðurhólfun þykir henni ekki skipta máli. Og nú er rétt að huga nokkuð að hugmyndum matríarkanna sem stýra túlkun Helgu. Fyrst persónulegur varnagli, eða kannski hleypidómur: ég trúi því ekki að Julia Kristeva viti nokkurn skapaðan hlut meira um ástina en Gunna í Garði, og efast stórlega um að Roland Barthes sé miklu nær um hvað það er að elska en hvaða Gummi sem væri. Ég vil ekki trúa því að um ástina séu til nokkur átoríet. Mér finnst naumast ganga að skrifa um hana með tilvís- unum og sítötum í fræðigúrúa, eins og væri um jarðlagamyndanir að ræða. Því að andar sem unnast finna hvor í öðrum eitthvað sem hvergi annars staðar er til og enginn annar fær að vita. Ástfangið fólk kemur sér upp leynimáli og heimullegum augnagotum, hversdagslegustu setningar eru hlaðnar óræðum vísunum í prívatsamsæri þeirra gegn öllum heiminum, og þess vegna er orðræða ástarinnar ekki „orðræða dýpstu einsemdar“ eins og Helga hefur eftir Roland Barthes, heldur þvert á móti: hins algjöra sam- 191
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.