Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Blaðsíða 77

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Blaðsíða 77
Af þremur sagnamönnum plötusnúðar köllum „one hit wonder“. Síðasta bókin sem hann skrifaði kom út næstum sextíu árum síðar, og þótti ekki minni tíðindi en sú fyrsta. Þá var hálfnuð næsta öld. Nokkrum sinnum á þessum höfundarferli komu deyfðarleg tímabil; hann komst á miðjan aldur, og svo fór hann að verða gamall og menn gerðu því skóna öðru hverju að varla kæmi neitt merkilegt frá honum úr þessu. En alltaf birtist hann á ný. Arum eftir að menn höfðu afskrifað hann kom eitthvert meistaraverkið. Menn gátu fæðst og lifað sómasamlega ævi og dáið síðan, í bið eftir að gamli meistarinn skrifaði sig þurrausinn. Og tengsl verkanna við ævi og feril skáldsins eru svo sérlega mikilvæg og áberandi í þessu tilfelli; þarf ekki annað en að benda á nokkur lykilverka hans því til sönnunar, sem fjalla beinlínis um hann sjálfan. I Sulti er Hamsun ungur, hún gerist fyrir rúmri öld, á þeim árum er hann ráfaði um og svalt í Kristjaníu; þá var hann búinn að fara tvær ferðir til Ameríku og dvelja nokkurn tíma, starfaði meðal annars sem sporvagnsþjónn í Chicagó en kvað hafa verið svo nærsýnn og utan við sig að hann gat ekki lesið á götuskiltin og vissi fyrir vikið aldrei hvar hann var. Noregur var ekki mikið fyrir land á þeim árum handa ungum snillingi, en þó leist honum enn lakar á rísandi stórveldið í nýja heiminum. Samt voru þar tveir hópar manna sem hann hreifst af: allslausu anarkistarnir í iðnaðarslömm- um Chicagó og þrælalausi landeigendaaðallinn í Suðurríkjunum, sem ný- verið hafði tapað borgarastríðinu. Þetta kemur heim og saman við fyrstu- persónusögur Hamsuns: í Sulti er hann nafnlaus allslaus útskúfuð hetja sem býr að einhverjum andlegum fjársjóði - þótt hann þurfi að leggja sér til munns bein ætluð hundum, er hann hafinn hátt yfir leigukellingarnar og prangaralýðinn í Kristjaníu, með sínar fimmkrónuáhyggjur. I innra lífi hans felst dáðin; hann þarf ekki að sigrast á öllum veðlánurum smáborgar- innar, vegna þess að í myrkri fangelsisins, þarsem honum hefur náðarsam- lega verið leyft að gista, finnur hann upp nýtt orð sem enginn hefur heyrt áður. Í Grónum götum segir frá fimmta áratug þessarar aldar, eftir allar byltingarnar og heimsstyrjaldirnar, og þá er Hamsun ekki lengur nafnlaus og allslaus eins og anarkistarnir í Chicagó, heldur gamall og íhaldssamur stórhöfðingi sem nýlega hafði verið sviftur öllu, einsog Suðurríkjaaðallinn. I bókinni Að haustnóttum hittum við Knut Hamsun fyrir þarsem hann er kominn miðja vegu á þessari leið; miðaldra höfðingi sem er að reyna að lauma sér útí frelsi nafnleysisins. En mestu máli skiftir þó að maður þekkir alltaf samstundis sama manninn. Sama gáfaða kærulausa húmoristann sem rúmlega tvítugur í Sulti finnur upp í huga sínum allskonar annmarka á þessu fólki sem er á sveimi í kringum hann, til að ná sér niðri og hug- hreysta sjálfan sig; svo hittum við hann líka í Grónum götum á elliheimil- 211
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.