Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Blaðsíða 63

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Blaðsíða 63
Dómurinn ætti að láta henni lokið, að hann yrði að snúa aftur og verða að eilífu aftursnúinn náungi sem allir gláptu á, að engir nema vinir hans botnuðu neitt í þessu og að hann væri aldrað barn sem ætti einskis annars úrkosti en að hegða sér eins og hinir happadrjúgu vinir sem urðu um kyrrt heima. Og var svo nokkur vissa fyrir því að allt það angur, sem maður yrði að leggja á hann, væri til nokkurs? Ef til vill tækist ekki einu sinni að koma honum heim - hann sagði raunar sjálfur að hann skildi ekki lengur ástandið í föðurlandinu - og þá yrði hann þrátt fyrir allt áfram í útlandinu sínu, bitur vegna ráðlegg- inganna og hefði fjarlægst vini sína enn meir. Færi hann hinsvegar að ráðum þeirra og yrði - að sjálfsögðu ekki að yfirlögðu ráði, heldur aðstæðnanna vegna - þrúgaður niður hérna, nyti sín ekki meðal vina sinna og ekki án þeirra heldur, þjáðist af smán, ætti nú í rauninni hvergi heima lengur og enga vini; væri þá ekki miklu nær fyrir hann að vera um kyrrt í útlöndum þar sem hann var niður kominn? Var hugsanlegt við slíkar aðstæður að hann ætti sér í raun viðreisnar von hérna? Ef ætlunin var að halda áfram þessu bréfasambandi var, af þessum ástæðum, ekki hægt að segja honum nein raunveruleg tíðindi, eins og maður myndi gera kinnroðalaust ef um væri að ræða fjarlægan kunningsskap. Nú voru meira en þrjú ár liðin síðan þessi vinur hafði komið til föðurlandsins og það útskýrði hann á mjög ósannfærandi hátt með því að pólitískt ástand væri ótryggt í Rússlandi og það átti víst að valda því að lítilmótlegur kaupsýslumaður gæti ekki leyft sér að bregða sér burt um stundarsakir á sama tíma og hundruð þús- unda Rússa ferðuðust óttalaust um heiminn. En á þessum þremur árum hafði margt breyst í lífi Georgs sjálfs. Móðir Georgs hafði látist fyrir um það bil tveimur árum og síðan hafði hann haldið heimili með öldruðum föður sínum. Vinur hans hafði augljóslega frétt af dauðsfallinu því að hann hafði tjáð samúð sína í bréfi, heldur þurrlega, sem gat einungis stafað af því að í fjarlægu landi er alls ekki hægt að gera sér í hugarlund sorgina sem fylgir slíkum atburði. En síðan þetta gerðist hafði Georg sýnt mikla viljafestu og tekið allt fastari tökum en áður, einnig fyrirtæki sitt. Ef til vill hafði faðirinn komið í veg fyrir raunverulegt frumkvæði hans meðan móðirin var á lífi vegna þess að hann vildi láta sín eigin sjónarmið vera allsráðandi í fyrirtækinu, ef til vill var faðirinn orðinn hlédrægari síðan móðirin 197 i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.