Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Side 72

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Side 72
Tímarit Máls og menningar ur þú að ég lesi dagblöð? Hérna!“ og hann fleygði til Georgs dag- blaðssnifsi sem einhvernveginn hafði borist með upp í rúmið. Gömlu dagblaði með nafni sem Georg var alls ókunnugt. „Hversu lengi þú hikaðir áður en þú komst til þroska! Móðirin varð að deyja, hún fékk ekki að upplifa þann gleðidag, vinurinn tortímist í Rússlandinu sínu, þegar fyrir þremur árum var hann gulnaður og einskisnýtur orðinn, og ég, þú sérð hvernig ástatt er fyrir mér. Pú sérð það með eigin augum!“ „Þú hefur semsagt setið fyrir mér!“ hrópaði Georg. Faðirinn sagði vorkunnsamur, líkt og í framhjáhlaupi: „Petta ætl- aðir þú væntanlega að segja áður. Nú á það alls ekki við lengur.“ Og hærra: „Nú veistu semsagt hvað til var auk þín, til þessa vissir þú aðeins af sjálfum þér! Þú varst eiginlega saklaust barn, en miklu fremur varst þú þó djöfullegur maður! - Og því skaltu vita: Eg dæmi þig nú til dauða, til drukknunar!“ Georg fannst hann rekinn úr herberginu, hann bar út með sér í eyrunum höggið af falli föðurins á rúmið að baki honum. I stigan- um, þar sem hann þaut niður þrepin eins og eftir hallandi fleti, hljóp hann í flasið á þjónustustúlku sinni, sem var á leið upp til að þrífa íbúðina eftir nóttina. „Jesús!“ hrópaði hún og huldi andlitið með svuntunni, en hann var þegar horfinn. Hann hljóp út um húsdyrnar, yfir akbrautina, knúinn áfram til vatnsins. Hann hafði þegar gripið um handriðið eins og hungraður maður eftir næringu. Hann sveifl- aði sér yfir, eins og hinn afburðagóði fimleikamaður sem hann hafði verið í æsku, stolt foreldra sinna. Enn hélt hann sér föstum, máttinn dró úr höndum hans, milli handriðsrimlanna kom hann auga á al- menningsvagn sem auðveldlega myndi yfirgnæfa fall hans, hrópaði lágt: „Kæru foreldrar, ég hef þó alltaf elskað ykkur,“ og lét sig falla. A þessu augnabliki var beinlínis endalaus umferð yfir brúna. Þýð. Astráður Eysteinsson og Eysteinn Þorvaldsson Franz Kafka (1883-1924), einn af mikilhæfustu rithöfundum aldarinnar, var lög- fræðingur að mennt og starfaði lengst af við slysatryggingastofnun í Prag, þar sem hann fæddist og bjó svotil alla sína ævi. Prag heyrði þá undir austurrísk-ungverska 206
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.