Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Blaðsíða 76

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Blaðsíða 76
Tímarit Máls og menningar maður á í stríði við aðra skóhlífina sína, Knut Pedersen gleymir pípunni sinni á næsta bæ og maður les um það hugfanginn síðu eftir síðu er hann fer og sækir hana án þess annað markvert beri til tíðinda. A þennan hátt er Hamsun kannski mestur allra ritsnillinganna: hann lætur sjálfan textann glitra, hann fær orðin til að ljóma, það stígur líf og galdur uppaf síðunum sem hann skrifar, án þess nokkuð sögulegt sé að gerast. Ætli hann hafi ekki bara verið göldróttur? Hvað fleira einkennir höfundarverk Hamsuns? Mörgum hefur þótt hug- myndaheimur hans dálítið skuggalegur. Mannfyrirlitning? I það minnsta er ekki að sjá að hann hafi mikla trú á hæfileikum manna til að bæta sig og mennta með tilstyrk siðvæðingarinnar. Isak í Landbroti er heilsteyptur maður og mikilmenni á sinn hátt þarsem hann stendur í moldinni forugur uppá hné, kalldrumburinn, fáfróður um veröldina utan síns eigin túnskika, stirður í hugsun og tali. En mennirnir í kringum hann sem láta sig dreyma um kaupstaðinn, gæla við menntun, fatatísku eða jafnvel útlönd, það eru í rauninni bara hlægilegir uppskafningar. Hamsun hafði ekki trú á mætti mannsins til að ná valdi á náttúrunni með tækni og siðmenntun; stundum má jafnvel lesa úr skrifum hans að maðurinn sé í sjálfum sér ekki meira virði en paddan í skóginum. En þá er þess að gæta að enginn hefur skrifað af meiri innlifun um skriðkvikindi náttúrunnar en Hamsun. Húmorinn einkennir líka stíl Hamsuns. Það er ekki hægt að hengja neitt merki á þann húmor, það er ekki góðlátleg kímni, hárfín írónía, drephlægi- legir brandarar, heldur bara Fyndnin sjálf; sú afstaða til stíls og söguefnis sem loðað hefur við norrænar bókmenntir frá miðöldum fram á seinni tíma. Það er ekki að sjá að Hamsun óttist, einsog margir virðast gera, að húmorinn seyri og smiti allan texta. Hinsvegar hefur honum eflaust verið ljóst að húmorsleysið gerir það; húmorsleysi spillir frásagnalist einsog hland útí kaffi. Hamsun bar að jafnaði of mikla virðingu fyrir viðfangsefn- um sínum til að leggjast á þau með sveittum grafarþunga alvörunnar. Að því leyti líkist hann helstu ritsnillingum okkar íslendinga, og má minna á höfunda Njálu og Eglu til að taka gömul dæmi, og þá Laxness og Þórberg til að nefna nýrri. Það hefur verið sagt að öllum fari einhvernveginn að þykja vænt um þennan höfund sem lesa bækur hans. Af hverju? Þeir sem hafa kynnt sér feril skáldsins finna að hann er dæmi þess hve mannsævin getur þrátt fyrir allt verið margbrotin og stórfengleg. Árið 1890, þegar Hamsun var þrjátíu og eins árs, kom út fyrsta bókin hans sem sló í gegn. Þetta er ekki tiltakan- lega ungur aldur, allrasíst í ljósi útbreiddra kenninga um stuttan blómatíma rithöfunda og skammæjar vinsældir. En Hamsun var ekki það sem við 210
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.