Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Blaðsíða 36
Tímarit Máls og menningar
fyrir sér og mælt okkur út, sagði hann: „Jú, þið getið mætt í fyrra-
málið.“
Allt kvöldið sátum við í matsal hótelsins. Eg hafði reynt að ná í
róttæka mjólkurfræðinginn, sem átti að geta veitt okkur allar upp-
lýsingar um stéttvísina á staðnum, en hann hafði verið lagður inn á
spítala fyrir sunnan daginn áður og sömuleiðis var sjómaðurinn, sem
við höfðum grafið upp úr gamalli spjaldskrá yfir áskrifendur Log-
ans, löngu fluttur burt frá staðnum en enginn vissi hvert.
„Þá er það bara Bjössi,“ sagði ég. Gunni kinkaði kolli en bæði
Siggi og Flosi settu upp efablandin vanþóknunarsvip. „Er hann ekki
bölvaður dópari?" sagði Flosi. „Það má vel vera en hann ætti nú
samt að vita hvernig landið liggur,“ sagði Gunni. Sjálfur hafði Bjössi
aldrei gengið í Flokkinn en flestir vina hans höfðu á sínum tíma
verið hreinsaðir út fyrir daður við borgaralegt frjálslyndi og viðhorf
sem frekar samræmdust innhverfri íhugun en kenningum frum-
kvöðlanna um róttæka umsköpun samfélagsins.
Það er ekki gott að segja hve lengi við hefðum setið og kjaftað en
við vorum búnir að slátra sex stórum kaffikönnum og svæla yfir tvo
pakka af sígarettum þegar gengilbeinan kom til að taka af borðinu.
„Þið eruð engu skárri en bræðslustrompurinn," sagði hún og hóf að
tæma öskubakkana oní stórt járnílát á hjólvagni, tók svo bollana,
fjarlægði dúkinn og braut saman.
Úti sveif myrkrið með fullt tungl í fanginu.
Og fjörðurinn . . .
Glampaði hann ekki nákvæmlega einsog á málverkinu í matsaln-
um?
Við lágum oní svefnpokunum og ég hélt ég liði um í ljúfum
draumi með fallega stelpu í fanginu. Fíún var að velta sér yfir á
bakið, kviknakin með brjóstin einsog mjallhvíta fjalltoppa, þegar ég
fór allt í einu að heyra lágvært suð sem smám saman magnaðist þar
til ótal færibönd glumdu í höfðinu. Eg horfði upp, við mér blasti
verksmiðjuloft, þykkir járnbitar mynduðu stoðir og allt nötraði og
skalf.
Þegar ég rauk upp með andfælum, allur rennandi blautur, voru
stoðirnar að bresta og ýmis torkennileg tæki hrundu yfir mig. Um
leið heyrði ég í litlu rafmagnsvekjaraklukkunni hans Flosa. Svona
var hún kröftug, ljúfustu draumar urðu skelfilegar martraðir. Hún
170