Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Page 43

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Page 43
Austrið er rautt Sjómennirnir létu flöskuna ganga og supu stíft á meðan Siggi tal- aði, en þegar ræðu hans lauk, orðið var gefið frjálst og fyrirspurnir leyfðar, vildu þeir fyrst vita hverjir okkar hefðu migið í saltan sjó og hve oft en spurðu okkur síðan í slíkan þaula um fiskveiðistefnu Flokksins að enginn komst að nema þeir, ekki einu sinni sund- kennarinn sem margoft rétti upp hönd til að segja frá Gúttóslagnum þegar hann barðist við þrjá lögregluþjóna með stóllöpp. Að lokum voru allir farnir og við sátum einir eftir ásamt sjó- mönnunum og stelpunum. Flosi vildi að við löguðum strax til en þegar við hinir vorum sestir og farnir að drekka með sjómönnunum og stelpunum bættist hann einnig í hópinn. Við sátum smástund, fiskveiðistefnan var að fikra sig yfir í landsbyggðarmálin, en síðan fluttum við okkur yfir í einbýlishús þar sem ein af stelpunum bjó og hafði út af fyrir sig á meðan foreldrarnir lágu flatmagandi á sólar- strönd. Fyrst fletti ég í gengum plötubunkann og fann nokkrar gamlar rokkplötur. Þegar kraftmikil tónlistin tók að streyma byrjuðu stelp- urnar að dansa hver við aðra en við hlömmuðum okkur niður í dúnmjúka sófana og brátt voru Vodkaflöskurnar á borðinu. A með- an einn sjómannanna kom með skákborð og risastóra taflmenn í kassa og þeir Gunni stilltu upp og byrjuðu að tefla, tóku hinir tveir upp þráðinn þar sem frá var horfið. „Segið mér,“ sagði annar þeirra, „hvað gerir allt þetta pakk fyrir sunnan?" Eitthvað ætlaði ég að fara að tjá mig en hinn greip strax frammí. „Sko, þið fleytið rjómann á meðan við bökum kökuna,“ og nú var Flosi með fingurinn á lofti en sjómaðurinn hélt áfram: „Hér þrælar fólk myrkranna á milli og skapar, ásamt Vestmannaeyingum og Vestfirðingum, tvo þriðju hluta allra verðmæta í landinu. Réttast væri að við segðum okkur úr lögum við ykkur og stofnuðum sjálf- stætt ríki.“ Ég fór að horfa á stelpurnar dansa. Ein þeirra kom til að hvíla sig og settist i sófann, næst mér. Hún var með rauðbrúnt hár niður á axlir, mjóslegið andlit en angurvært. Þegar ég fikraði mig nær henni var Flosi að tala um þær hagrænu forsendur sem hafa yrði í huga; um upphleðslu auðmagnsins og tilurð þéttbýlis. Svo snertust hné- skeljarnar og ég fór að kanna hvort ekki væri í lagi að strjúka á henni lærin. 177
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.