Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Page 43
Austrið er rautt
Sjómennirnir létu flöskuna ganga og supu stíft á meðan Siggi tal-
aði, en þegar ræðu hans lauk, orðið var gefið frjálst og fyrirspurnir
leyfðar, vildu þeir fyrst vita hverjir okkar hefðu migið í saltan sjó og
hve oft en spurðu okkur síðan í slíkan þaula um fiskveiðistefnu
Flokksins að enginn komst að nema þeir, ekki einu sinni sund-
kennarinn sem margoft rétti upp hönd til að segja frá Gúttóslagnum
þegar hann barðist við þrjá lögregluþjóna með stóllöpp.
Að lokum voru allir farnir og við sátum einir eftir ásamt sjó-
mönnunum og stelpunum. Flosi vildi að við löguðum strax til en
þegar við hinir vorum sestir og farnir að drekka með sjómönnunum
og stelpunum bættist hann einnig í hópinn. Við sátum smástund,
fiskveiðistefnan var að fikra sig yfir í landsbyggðarmálin, en síðan
fluttum við okkur yfir í einbýlishús þar sem ein af stelpunum bjó og
hafði út af fyrir sig á meðan foreldrarnir lágu flatmagandi á sólar-
strönd.
Fyrst fletti ég í gengum plötubunkann og fann nokkrar gamlar
rokkplötur. Þegar kraftmikil tónlistin tók að streyma byrjuðu stelp-
urnar að dansa hver við aðra en við hlömmuðum okkur niður í
dúnmjúka sófana og brátt voru Vodkaflöskurnar á borðinu. A með-
an einn sjómannanna kom með skákborð og risastóra taflmenn í
kassa og þeir Gunni stilltu upp og byrjuðu að tefla, tóku hinir tveir
upp þráðinn þar sem frá var horfið.
„Segið mér,“ sagði annar þeirra, „hvað gerir allt þetta pakk fyrir
sunnan?" Eitthvað ætlaði ég að fara að tjá mig en hinn greip strax
frammí. „Sko, þið fleytið rjómann á meðan við bökum kökuna,“ og
nú var Flosi með fingurinn á lofti en sjómaðurinn hélt áfram: „Hér
þrælar fólk myrkranna á milli og skapar, ásamt Vestmannaeyingum
og Vestfirðingum, tvo þriðju hluta allra verðmæta í landinu. Réttast
væri að við segðum okkur úr lögum við ykkur og stofnuðum sjálf-
stætt ríki.“
Ég fór að horfa á stelpurnar dansa. Ein þeirra kom til að hvíla sig
og settist i sófann, næst mér. Hún var með rauðbrúnt hár niður á
axlir, mjóslegið andlit en angurvært. Þegar ég fikraði mig nær henni
var Flosi að tala um þær hagrænu forsendur sem hafa yrði í huga;
um upphleðslu auðmagnsins og tilurð þéttbýlis. Svo snertust hné-
skeljarnar og ég fór að kanna hvort ekki væri í lagi að strjúka á
henni lærin.
177