Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Blaðsíða 47

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Blaðsíða 47
Austrid er rautt við Flosi sátum og útskýrðum díalektíska efnishyggju fyrir Jóa. Eg stóð upp og opnaði. Fyrir utan var Bjössi að bjóða okkur Flosa í samkvæmi sem hann ætlaði að halda eftir rúma viku. Við þáðum boðið en þegar Bjössi var farinn héldum við áfram og ræddum örlít- ið nánar um díalektíkina sem Jóa fundust svo furðuleg fræði að hann rakti ekki bara fyrir okkur efni bókarinnar „Voru guðirnir geimfarar?“ heldur sagðist sjálfur hafa séð draug og vissi fjölmörg dæmi þess að fólk færi sálförum. Svo fór að rigna, en ekki mikið, því brátt fraus allt og var orðið helstíft einn morguninn. Fjöllin urðu glerhál og stóðu einsog spegla- borgir fyrir ofan bæinn. En kvöldið, þegar komið var að samkvæm- inu, var aftur farið að snjóa en nú skóf, kuldinn nísti merg og bein og skafrenningurinn þyrlaði upp hvítum byljum. I samkvæminu var popphljómsveitin sem átti að spila á ballinu og þarna voru bæði snoppufríðu stelpurnar sem og náungarnir með hárböndin. Við Flosi áttum viskí en það var líka nóg af rauðvíni á borðum og allan tímann gekk stór hasspípa í endalausa hringi um stofuna. Eg sigldi um loftið einsog gufuskip, strókarnir stóðu út úr mér og þegar ég settist á púðann við hliðina á Bjössa tók hann upp litla bréfkennda pillu, glotti og rétti hana til mín. „Hvað er þetta?“ sagði ég og Bjössi glotti enn meir þegar hann hallaði sér að mér og sagði: „Flugmiði.“ Við hlógum báðir og ég skolaði pillunni niður með vænum slurk af rauðvíni. Fyrst sá ég ótal bláa boga í kringum allt en svo þustu hvítir vegg- irnir allt í einu upp að mér, þrengdu sér að mér og herptust um hálsinn. Eg hélt það væri verið að kyrkja mig og hljóp út en í fjúkandi skafrenningnum sá ég ekkert nema saltfiska. Þeir hengu á þvottasnúrum, sátu í stofugluggum og þegar ég spurði dyravörðinn, sem hleypti inn á ballið, sonur hvaða saltfisks hann væri kallaði hann á liðsauka og nokkrir fílefldir svolar komu og veltu mér upp úr fjúkandi snjónum. Einhver var á eftir mér. Eg heyrði fótatak en sá engan. Eg gekk að gömlu húsi, kippti burt stoð úr lúnu tréhandriði og ákvað að nota hana sem barefli ef á mig yrði ráðist. Þannig arkaði ég lengi um göturnar en hitti engan fyrr en ég mætti manni sem hélt á Sénívers- flösku og hallaði sér upp að grindverki. Eg var viss um að þetta væri 181
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.