Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Síða 26

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Síða 26
Kristján Arnason Öldubrjóturinn kargi Fyrri grein um Kvœðabók Jóns Helgasonar Það hefði skotið nokkuð skökku við, ef langur tími hefði liðið frá andláti Jóns Helgasonar til þess að kvæði hans, frumort og þýdd, kæmu út í einni bók, nú þegar það tíðkast mjög að gefa út heildarútgáfur og ritsöfn höf- unda sem ætla mætti að séu enn í fullu fjöri og eigi margt eftir ógert á ritvellinum. Utkoma Kvæðabókar Jóns, sem Mál og menning gaf út haust- ið 1986 var því löngu orðin tímabær, en bókin kynni raunar að hafa orðið nokkrum kvæðum styttri, ef hún hefði komið út að höfundinum lifandi. Fráfall Jóns hefði hins vegar mátt verða tilefni til þess að kvæðunum væri fylgt úr hlaði með inngangi um ævi, störf og skáldferil þessa gagnmerka skálds og fræðimanns, þar sem lesendum hefði verið gefin mynd af þeim aðstæðum, innri sem ytri, sem þessi kvæði eru sprottin úr. Raunar er óhætt að segja að skáldið Jón Helgason taki hér á vissan hátt af mönnum ómakið, því kvæði hans eru oft mjög persónuleg og veita innsýn jafnt í hans innri hugrenningar sem ytri hagi, og nægir þar að nefna kvæði eins og I Arnasafni. En hér koma líka til ljóð Jóns um íslenska náttúru, enda er því þannig farið um náttúruljóð almennt séð, að þau eru síður sprottin af áhuga á hlutlausri, landafræðilegri könnun ákveðins um- hverfis en af þörf skáldanna til að finna sínum innra manni eða hugar- ástandi stað í hinu ytra, og þannig samsvara þeir þættir náttúrunnar sem skáldunum eru hugleiknastir einatt ákveðnum eðlisþáttum þeirra sjálfra, hvers um sig. Einu skáldi kann til að mynda einkum að verða starsýnt á þverhnípt og nakin fjöll sem gnæfa hátt yfir fold í einmanalegri tign sinni, þar sem annað skáld laðast aftur meir að grösugum fífilbrekkum með berjalautum, eitt skáld vill helst una þar sem hljóð streymir lind í haga, en annað aftur á móti þar sem beljandi vatnsföll duna á gráu grjóti, og meðan eitt skáldið lyftir augliti sínu upp í himnanna hásal, prýddan rafurloga, lætur annað sér nægja friðsælt sólarlag við sundin blá, og svo mætti lengi telja. I hinu mikla kvæði Jóns Helgasonar um íslenska náttúru, Áföngum, er það einkum hið hrikalega og hrjúfa, eyðilega og einmanalega í ásýnd náttúrunnar sem er dregið fram, það eru staðir á borð við „Kögur og Horn 160
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.