Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Blaðsíða 54
Tímarit Máls og menningar
mér, þær kunna að reynast mótsagnakenndar, þær eru áreiðanlega huglæg-
ar - þær snerta flókin og erfið mál.
Það var einkum tvennt sem ég felldi mig ekki við. Annars vegar þykir
mér gæta ofríkis gagnvart textanum, til að láta hann ganga upp í kenning-
unni um „hvað verkið fjalli í rauninni um“, handan þess sem það þykist
vera - hitt atriðið er persónulegra og ef til vill tilfinningalegra og erfiðara
við að eiga: það er óþægilegt að skynja svo sterka andúð á karlmönnum -
eða kannski öllu heldur hinu karllega - eins og skín út úr greininni, mér
dettur ekki annað orð í hug en karlfyrirlitning - og hin taumlausa veg-
sömun Konunnar, Móðurinnar, Kvenleikans - das ewig weibliche - hlýtur
að stríða gegn lífsviðhorfi þess sem mótast hefur af jafnréttishugmyndum
síðasta áratugs og vandist því að brosa að mærðarvaðlinum um Fóstur-
landsins Freyju. Fyrir karlmann sem stendur álengdar og horfir á er engu
líkara en að þegar konum hefur loks tekist að mölva þann húsmóðurstall
sem karlarnir þeirra hófu þær á til að telja þeim trú um að það væri göfugt
að híma heima við og þræla þar frá morgni til kvölds fyrir engin laun
önnur en hugsanleg lofkvæði - þá dynji á þeim nýjar firrur frá kynsystrum
þeirra um að í eðli sínu, innst inni — „sem konur“ - séu þær eitthvað
óskaplega merkilegt. Það er enn verið að skilgreina þær út frá stöðluðum
hugsýnum um hvað sé kvenlegt - og þar með æskilegt, nema nú eru það
menntakonur sem reka á básana. Ekki er til dæmis ýkja langt síðan Helga
Sigurjónsdóttir benti á það í Verugrein að áfengisnautn væri karlalöstur og
alls ekki til eftirbreytni fyrir konur - það er stutt yfir í einhvers konar
Húsmæðraskólasiðgæði. Verði konu eitthvað á, til dæmis svik í ástum, eða
morð, fær hún strax aflausnina: þetta gerði hún „á forsendum karla“. Kon-
an er góð „í sjálfri sér“ af því hún fæðir barn - og þá er vitandi eða
óafvitandi verið að ala á sektarkennd hjá þeim konum sem annað hvort
vilja ekki eða geta eignast börn. Hún er nokkurs konar náttúruafl fremur
en að hún tilheyri mannkyni, rómantísk hugsýn, konan er umfram allt gerð
að hugmynd. Og í leiðinni megum við strákarnir sitja rjóðir og vandræða-
legir undir viðlíka alhæfingum um „hið karllega" sem tengt er „í sjálfu sér“
öllum þeim neikvæðu gildum sem hægt er að láta sér detta í hug - hörku,
kulda, ofstopa, leiðindum, fólsku, stríði, heimsku; og þótt við séum allir af
vilja gerðir getum við aldrei verið jafn mikið á móti stríði eða eyðingu
ósonlagsins og konur, vegna þess að við ölum ekki börn, og höfum í meira
mæli en konurnar inni í okkur þennan voðalega bíólógíska þátt: hið karl-
lega. Þess er ef til vill skammt að bíða að eldgos og snjóflóð verði talin
karlleg „í sjálfum sér“, og raunar ekki erfitt að finna það út, eftir leiðum
þess femíníska freudisma sem til grundvallar liggur.
188