Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Blaðsíða 109

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Blaðsíða 109
maður eins og í prologus Snorra Eddu, brýtur bönn og stelur frá hofgyðjunni kerinu dýra sem geymir lífsmjöðinn, upphefur járnöld og ófrið, og falsar síð- an söguna með því að gera sjálfan sig að guði, en fyrri máttarvöld að jötnum; meðal þeirra er hofgyðjan Gunnlöð og vinur hennar og uppeldisbróðir Loki, sem lætur ævintýraþrá sína teygja sig til fóstbræðralags við Óðin. Af lýsingu hinna fornu trúarbragða má ráða að þau hafi einkennst af virðingu fyrir lífinu og náttúrunni, sem öll var talin lífi gædd. Lífsdrykkurinn og kerið sem geymir hann eru æðstu tákn þessarar trúar, og viðhald lífsins, frjósemi og árgæska, er tryggt þegar konungsefni nýtur drykkj- arins og hinnar ungu gyðju. I þessari bók er þá, eins og í mörgum öðrum, sett upp andstæða milli þjóðfé- lags hringrásar, endurnýjunar, jafnvægis og friðsældar annars vegar, og hins veg- ar þess þjóðfélags sem byrjar að þróast með vinnslu málma til hernaðar: þjóð- félags ófriðar, útþenslu og ofríkis gagn- vart mönnum og náttúru. Það er vita- skuld ekki tilviljun að á mótum þessara þjóðfélaga tekur karlgoð hér við af kvengoði. Með aðferðum í ætt við ævintýri eða vísindaskáldsögu, tengir Svava þennan heim við heim nútímans. Dís hin unga leiðir augum gullkerið góða í Þjóð- minjasafni Dana í Kaupmannahöfn og speglar sig í spegli Gunnlaðar, mætir augum hennar í speglinum og sogast inn í annan tíma, á annað svið. Landið sem hún kemur til er land Gunnlaðar, en nú er það sannkallað Eyðiland, dautt og ófrjótt. Hún lifir svo sögu Gunnlaðar með henni, rennur saman við hana með einum eða öðrum hætti og endurheimt- ir kerið góða. Eftir það er sem bæði Gunnlöð og gyðjan séu í henni, en ker- Umsagnir um bakur ið er þó fljótlega frá henni tekið og hún sett í fangelsi. Og þá kemur móðirin til skjalanna. Saga þeirra Dísar og Gunnlaðar er satt að segja einföld og tiltölulega auð- skilin, ef maður er fús til að ganga lög- máli ævintýra og goðsagna á hönd, meðan maður er að lesa, og það er ósköp auðvelt af því að maður veit að þetta er allt leikur sem maður getur hætt hvenær sem er. Öðru máli gegnir um sögu móðurinnar, sögukonu. Hún er einkennileg og vandtúlkuð, jafnvel þótt maður beiti þeirri sjálfsögðu aðferð að nota baksöguna, Gunnlaðarsöguna, sem lykil. Móðirin á ekki þann kost gagnvart goðsögunni að leggja hana til hliðar. Það er dóttir hennar sem taflið snýst um, og fljótlega kemur í ljós að hún verður að velja milli þess veruleika sem dóttirin er nú orðin þátttakandi í, og þess veruleika sem hún fram að þessu hefur lifað og hrærst í. Forsendur hennar til að taka undir sig slíkt stökk í tilverunni eru ekki mjög vænlegar. Hún heyrir til forréttindastéttar nútímasam- félagsins, sem vel menntaður þátttak- andi í vexti þess og viðhaldi. Hún er viðskiptafræðingur að mennt og hefur ásamt verkfræðingnum manni sínum stofnað verktakafyrirtæki sem gengur ljómandi vel og hefur fært þeim bæði auð og athafnarými og á enn von á nýj- um samningum við framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli. Það er ekki annað að sjá en hún hafi gengið öldungis átakalaust inn í þetta hlutverk sitt og verið samstiga manni sínum í klifrinu upp þjóðfélagsstigann. Hún er sem sagt, eins og maður hennar, síðasta og full- komnasta afsprengi þeirrar þjóðfélags- þróunar sem Óðinn hratt af stað sam- kvæmt goðsögunni: skynsemis- og tæknisinnuð efnishyggja holdi klædd. 243
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.