Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Blaðsíða 98

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Blaðsíða 98
Tímarit Máls og menningar ar skyrbelgs; hann dó í svartadauða og andaðist, eftir að hann hafði étið í einu átta merkur af ólekju. Þessi ætt verður ekki lengur rakin því að fáar asttartölubækur ná fram yfir svartadauða. (13) Með því að hefja frásögnina á ættartölu prestsins er látið í það skína að séra Sigvaldi skipi sérstakan sess í sögunni, hann sé aðalpersóna eða einhvers konar áhrifavaldur. Um leið er gefin glögg hugmynd um hvern mann presturinn hafi að geyma en vísbendingar um það leynast í viðurnefnum forfeðra hans, þeirra Eyjólfs digra, Gunnars glænefs og Bjarna skyrbelgs. Oll eru viðurnefnin neikvæð, í senn niðrandi og skopleg. Viðurnefnið dig- ur merkir drembinn eða feitur. Síðarnefnda merkingin bendir til ágirndar eða græðgi og sagan af Bjarna skyrbelg sannfærir mann um að þá eiginleika megi finna í ætt séra Sigvalda. Ólekja er ósíað, vont skyr en átta merkur eru rúmlega 1700 grömm. Af sögunni að dæma var græðgi Bjarna því slík að hann gat ekki beðið þess að skyrið yrði fullunnið og ekki hindraði óbragð- ið hann í að éta þessi firn. Athygli vekur að ættartalan hefst í svartadauða. Á þeim tíma skiptu margar jarðeignir um eigendur; voldugar og rótgrónar ættir liðu undir lok en nýjar efnuðust þegar fjöldi erfðagóssa safnaðist á fárra hendur. Það má geta sér til að ætt séra Sigvalda komist í álnir við þessar aðstæður. Varla gátu nema vel stæðir menn leyft sér að éta átta merkur af skyri í einu og líklega var aðeins nýríkum almúgamönnum trúandi til að hegða sér eins og Bjarni. Hugsanlegt er að hann hafi stolið skyrinu en það er síst skárri vitnisburður. Hvað sem slíkum smáatriðum líður má draga þá ályktun af upphafsorðum verksins að séra Sigvaldi á Stað sé illa ættaður, skopleg og ágjörn persóna líkt og forfeður hans. Önnur vísbending um persónuleika Sigvalda er mismunandi viðhorf hjónanna í Hlíð til hans. Sigurður lítur á hann sem vin sinn og velgjörða- mann en Þórdís húsfreyja treystir honum varlega og lætur í ljós efasemdir um að klerki sé jafn annt um hag þeirra hjóna og hann vill vera láta. Með þessum ólíku skoðunum á ágæti Sigvalda er gefið í skyn að hann sé ekki allur þar sem hann er séður, grunsemdum er lætt að lesandanum áður en prestinum er lýst beint. Því er við að bæta að feigðarför Þorsteins vinnu- manns, föður Sigrúnar, er farin fyrir orð séra Sigvalda. Þótt ekki sé hægt að segja að prestur eigi sök á dauða Þorsteins kemur hann þarna við sögu sem handbendi illra örlaga. Þegar líður á verkið kemur á daginn að þessar vísbendingar í fyrstu köflum sögunnar gefa rétta hugmynd um innræti prestsins. Hann er ágjarn, skoplegur, útsmoginn og lætur illt af sér leiða.10 Því hefur verið haldið fram að saga séra Sigvalda sé saga um ofdramb og fall, hybris," en rétt er að 232
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.