Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Síða 101

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Síða 101
Maður eða kona? hann fléttar þræðina að vild og persónurnar, þar með talinn séra Sigvaldi, lúta duttlungum hans. Þetta vekur þá spurningu hvort við höfum ekki farið villur vegar í leit okkar að aðalpersónu verksins. Söguhöfundurinn gegnir óneitanlega enn stærra hlutverki í verkinu en séra Sigvaldi og hefur úrslita- þýðingu fyrir framvindu þess. Þetta sést best á því að söguhöfundurinn dó með Jóni Thoroddsen og þar með var botninn sleginn í söguna jafnvel þótt efnisþráðurinn hafi varðveist. Glæpur lesandans Hér að framan höfum við kannað viðhorf söguhöfundarins til séra Sigvalda og við þá vitnaleiðslu hefur komið á daginn að sá fyrrnefndi verðskuldar sæmdarheitið aðalpersóna fremur en presturinn á Stað. Aður en dómur verður kveðinn upp er þó vert að huga nánar að hlutverki lesandans, en þegar hefur verið bent á þátt hans í persónulýsingu Sigvalda. Þar gerir söguhöfundur beinlínis ráð fyrir að lesandinn komi til móts við hann, taki þátt í sköpuninni. I þessu sambandi hefur verið talað um að skáldsagnahöf- undar „byggi“ ákveðinn lesanda inn í hvert verk.16 Þessi innbyggði lesandi er meira að segja ávarpaður beint í Manni og konu: Þegar menn lesa sögur, er það gömul og góð venja, að lesarinn staldri ögn við, þegar kapítulaskipti verða og áður en að hann leggur út í hinn næsta kapítula, . . . Ég efast ekki um, lesari góður, að þú hafir haft þessa reglu og staldrað dálítið við, þegar kapítulaskiptin urðu síðast; . . . (56) Þarna stendur söguhöfundur frammi fyrir að þurfa að samræma veruleika- skyn lesandans annars vegar og veruleika skáldsögunnar hins vegar. Hann veit að skáldskapurinn á allt undir því að lesandinn fallist á blekkingu hans. Sitt er hvað skáldskapur og raunveruleiki, eins og söguhöfundurinn bendir á í framhaldinu, en um leið biður hann lesandann að brúa það bil sem er þarna á milli: . . . en ég vildi óska, að viðstaðan hefði að þessu skipti orðið í lengra lagi, svo að þú betur gætir ímyndað þér, hvað langt er frá því, að þú skildir við sögumennina í seinasta kapítulanum, hér að framan, þangað til þú hittir þá aftur í þessum kapítula. Það eru sumsé liðin sjö ár síðan, og þú verður að meðtaka það með trúnni sem sannleika. (56) Þessar vangaveltur okkar tengjast rannsóknum í viðtökufagurfræði, þeirri grein bókmenntafræðinnar sem fjallar um hlut lesandans í sköpun bókmenntatexta. Samkvæmt þeim er líf textans og merking að miklu leyti undir lesandanum komin. Textinn verður fyrst til þegar hann er lesinn og 235
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.