Tímarit Máls og menningar - 01.03.1991, Page 65
daga yrðu þeir famir að gera bátinn kláran. Ekki mundum við hinir liggja á liði okkar.
Flöskumar tæmdust hver af annarri, við tókum undir Bellmanssöngva trúbadúrsins,
vorkvöldið var bjart og fagurt.
Þetta var föstudagur. Það var sannarlega vel við hæfí að bregða sér nú á dansleik.
Örlæti bræðranna var sem aldrei fyrr. Þeir borguðu fyrir okkur aðgangseyri, bæði okkur
sem vomm blankir og hina sem betur bjuggu og við barinn létu þeir okkur drekka að vild.
Þetta var þeirra veisla og við gengum í þeirra sjóð þar til hópurinn tvístraðist eins og vill
verða. Að dansleiknum loknum fóm sumir út í nóttina með stúlku undir arminn, sumir
fóm í samkvæmi með þeim sem töldu nóttina síunga, fáeinir fóm heim til sín að sofa. Af
sjálfum mér er það að segja að ég vaknaði snemma næsta morgun aleinn og alklæddur í
sóffa í ókunnri stofu, en það er önnur saga.
Þegar ég kom í Kínverska garðinn undir kvöld sátu bræðumir þar í glöðum hópi.
Hörður Arnmundarson var að halda innblásinn fyrirlestur um leyndardóma karlmennsk-
unnar. Ég settist við borðshornið og svipaðist um eftir Svenna mælistiku. Ég komst ekki
að til að spyrjast fyrir um hvað hefði verið gert í bátskaupunum fyrr en Hörður hafði lokið
sér af. Enginn hafði séð Svenna og um bátseigandann var það eitt vitað að hann bjó
einhvers staðar inni í Vogum. Um það var ekki meira rætt, Bjami skenkti meira í glösin.
Hann lék á als oddi. Palli var hins vegar órólegur og drakk stíft.
Svo liðu dagamir hver af öðmm í Kínverska garðinum við hóflega drykkju og
spaklegar umræður. Ég var loks farinn að vinna en leit oft inn í garðinn eftir vinnu. Svenni
var væntanlega kominn aftur upp á fjöll í mælingar. Palli vakti endrum og sinnum máls
á trillukaupunum en Bjami tók lítt undir, taldi að það þýddi ekki að vera að velta þessu
fyrir sér fyrr en Svenni kæmi aftur í bæinn. Við hinir höfðum heldur ekki lengur jafn
brennandi áhuga á þessu og í fyrstu, ef til vill vegna þess að við álitum að málið væri
komið í höfn. Það væri í rauninni ekki um neitt að ræða lengur. En dag einn var Svenni
mættur. Palli fór strax að tala utan af því hvort ekki væri hægt að skjótast inn í Voga og
ganga frá kaupunum. Svenni taldi engin vandkvæði á því en þá brá svo við að Bjami hafði
alls ekki tíma til þess þetta kvöld, kvaðst eiga stefnumót við mann úti í bæ. Það mætti
athuga málið á morgun. Daginn eftir kom Svenni aftur í garðinn en nú vildi Bjami fresta
því að fara inn í Voga, hann hafði heyrt ávæning af öðmm báti sem væri falur, kannski
væri rétt að athuga hann áður en nokkuð yrði fastsett. Síðan barst talið að öðm, aldrei var
skortur á umræðuefni. Svo hvarf Svenni aftur úr bænum án þess að heimilisfang
bátseigandans í Vogunum væri komið fram. Um hinn bátinn, sem Bjami hafði minnst á,
heyrðum við ekki frekar. En þegar Palli vakti máls á þessu gat Bjami alltaf upplýst að
hann hefði heyrt af einhverjum fölum bát, eða hitt einhverja sem vildu hugsanlega leggja
í púkk, að hugsanlega væm einhverjir aðrir staðir hentugri en Homstrandir, það þýddi í
TMM 1991:1
55