Tímarit Máls og menningar - 01.03.1991, Side 73
kertalog. Hann ann sér ekki hvíldar svo
vikum skiptir. En eitt sinn þegar hann hefur
sofið sextán tíma í striklotu eftir margra
sólarhringa vinnu og lítinn svefn, fær hann
hugmynd að einu vinsælasta málverkinu
sem eftir hann liggur: myndinni af svefn-
herberginu hans í Gula húsinu, með rúmi og
tveimur stólum. Myndin átti að sögn Van
Goghs að tjá hvfld eða svefn.
Það er kaldhæðnislegt að í þessu sama
húsi sker hann af sér eymasnepilinn, sem er
fyrsta merkið um geðveiki hans. Lýsing
Gauguins á aðdragandanum að hinni frægu
eymasneiðingu Van Goghs, hinn 23. des-
ember árið 1888, er svona:
Síðari vikumar sem ég dvaldi í Gula hús-
inu, varð Vincent afar hranalegur og hávær,
síðan þögull. Nokkrar nætur, þegar hann
hafði farið á fætur, kom ég honum á óvart
þar sem hann stóð yfir rúminu mínu.
Hvemig stóð á að ég vaknaði einmitt á
þessum augnablikum? Það nægði að segja
við hann: „Hvað er að Vincent?" Þá fór
hann aftur í rúmið án þess að segja orð og
svaf síðan væmm svefni.
Mér datt í hug að gera portret af honum
þar sem hann var að mála kyrralífsmynd-
imar sem hann hélt hvað mest uppá —
sólblómin. Þegar ég hafði lokið við portret-
ið, sagði hann við mig: „Já, þetta er ég
en ... ég sem geðsjúklingur."
Þetta sama kvöld fórum við á bar: hann
fékk sér veika absintblöndu. Allt í einu
henti hann glasinu og því sem í því var og
miðaði á höfuðið á mér. Eg vék mér undan,
fór með hann heim og lagði hann í rúmið.
Hann sofnaði fljótt og vaknaði ekki fyrr en
morguninn eftir.
Þegar hann vaknaði sagði hann við mig
afar rólegur:
„Kæri Gauguin, mig minnir óljóst að ég
hafí móðgað þig í gærkvöldi.“
„Ég skal fúslega fyrirgefa þér, en það sem
Svefnherbergi Vincents. Skissa í sendibréfi 1888.
TMM 1991:1
63