Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1991, Síða 74

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1991, Síða 74
gerðist í gærkvöldi gæti endurtekið sig, og ef þú hæfir mig, gæti ég misst stjóm á mér og kyrkt þig. Leyfðu mér því að skrifa bróður þínum og tilkynna honum að ég sé farinn héðan.“ Guð minn góður, þvflíkur dagur! Um kvöldið fékk ég mér göngutúr. Ég var næstum kominn yfir Victor Hugo-torgið þegar ég heyrði kunnuglegt fótatak á bak við mig, skrefstutt, hratt og óreglulegt. Ég sneri mér við einmitt þegar Vincent stökk að mér, með opinn rakhníf í hendi. Svipur- inn á mér hlýtur að hafa verið mjög magn- aður, því hann stansaði, laut höfði og hljóp aftur til baka í áttina að húsinu. Hefði ég átt að afvopna hann og reyna að róa hann niður? Oft hef ég spurt samvisku mína að því en ég álasa þó ekki sjálfum mér... En þess í stað fékk ég mér herbergi á góðu hóteli í Arles ... Ég var í miklu uppnámi og gat ekki sofn- að fyrr en klukkan þrjú um nóttina og ég vaknaði fremur seint eða klukkan hálf átta. Þegar ég kom á torgið sá ég þar mikinn mannfjölda samankominn. Við húsið okkar voru nokkrir lögregluþjónar. Það sem gerst hafði var þetta. Van Gogh hafði farið inn í húsið og skor- ið viðstöðulaust af sér eyrað þétt upp við höfuðið. Hann hlýtur að hafa gefið sér nokkurn tíma til að stöðva blóðrennslið, því daginn eftir voru mörg blaut handklæði á víð og dreif um gólfíð í herbergjunum tveimur á neðri hæðinni. Blóðið hafði atast víða um herbergin og litla stigann sem lá upp til svefnherbergjanna okkar. Þegar hann var kominn í nægilega gott form til að fara út og hafði látið á sig loðhúfu sem hann dró langt niður, fór hann beint í hús þar sem finna má skyndikonur og gaf þeirri sem var „á vakt“ eyrað af sér, sem hann hafði þvegið vandlega áður og sett í umslag. „Hérna“ sagði hann, „til minningar um mig.“ Síðan hljóp hann í burtu, fór heim og sofnaði. Hann hafði þó fyrir því, áður en hann lagðist til svefns, að loka gluggahlerunum og tendra ljós á lampa sem hann setti á borð við gluggann. Tíu mínútum síðar var gatan iðandi af fólki sem hafði fengið upplýsingar frá gleðikonunum og var mikið talað um það sem gerst hafði. (Stein, bls. 126). Frásögn Gauguins af þessum atburði birtist í tímaritinu „Mercure de France“ fimmtán árum eftir að Van Gogh skar af sér eyma- snepilinn (sbr. Tralbaut, bls. 268). Þetta er vafalaust sú frásögn, sem hefur vegið hvað þyngst á metunum þegar því hefur verið haldið fram, að Van Gogh hafi skorið af sér annað eyrað í heild sinni, þétt upp við höf- uðið. Líklega hefur Gauguin ekki vitað bet- ur, en sannleikurinn er sá að Van Gogh skar ekki meira af vinstra eyranu á sér en rúm- lega eymasnepilinn. Atburður þessi hafði djúp áhrif á Gauguin ekki síst vegna þess að fólkið sem sá blóðið í húsinu hélt í fyrstu að hann hefði sært Vincent. Eftir þetta fyrsta geðveikiskast Van Goghs mátti hann búa við það, í það eina og hálfa ár sem hann kaus að lifa eftir þennan atburð, að fá sex svipuð köst til viðbótar. I þessum köstum reyndi hann stundum að fyrirfara sér með því að drekka lampaolíu og þynni eða með því að éta olíulitina sína. En alltaf bráði þó af honum á milli og þá málaði hann margar myndir. Þæreru flestar síðri snilldarverkum þeim sem hann málaði vikumar áður en Gauguin flutti til hans og þar til hann fékk fyrsta kastið. En sumar þeirra em þó djarfari í útfærslu en fyrri myndimar eins og til dæmis „Stjömunótt" þar sem skýin og stjömurnar mynda óræða og órólega en afmarkaða óveðursfláka. Engu er líkara en að Vincent hafi í sumum myndum sínum frá þessu tímabili verið að 64 TMM 1991:1
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.