Tímarit Máls og menningar - 01.03.1991, Side 81
Árni Sigurjónsson
Spurningakver Strindbergs
Róttæk sjónarmið koma fram í ýmsum skrifum Strindbergs, þar á meðal
inngangi hans að sagnasafninu Hjónalíf og í Spurningakveri handa lág-
stéttinni (1884). Þar er að finna forvitnileg sjónarmið um samskipti kynj-
anna og um stéttbundna kúgun. Hér er sagt frá þessum skeleggu skrifum
og þýdd sýnishorn úr þeim.
Meðal frægra smárita eftir sænska leik-
skáldið August Strindberg er Spuminga-
kver handa lágstéttinni — Lilla katekes för
underklassen. Kver þetta kom fyrst á prent
í heildarútgáfu á verkum skáldsins árið
1913, í sextánda bindi sem er hið fyrra
tveggja sem heita Likt och olikt. Arið 1884
komu fyrst út tvö hefti með þessu nafni eftir
skáldið, en í heildarútgáfunni er meðal ann-
ars aukið við þau efni sem Strindberg skrif-
aði íblöðáárunum 1884-1890. Spuminga-
kverið mun hafa verið skrifað árið 1884.1
Um það leyti var skáldið að birta blaða-
greinar sem hétu til dæmis „Svör lágstéttar-
innar við helstu frösum hástéttarinnar“ og
„Röksemdafærslur hástéttarinnar“ og em
þær mjög á sama veg og „Spumingakver-
ið“. Ritgerðasafnið Likt och olikt hefur
reyndar að geyma nokkrar aðrar forvitni-
legar ritgerðir, svo sem pistla um raunsæi,
um Bjömstjeme Bjömson og fleiri rithöf-
unda, svo og um „Það hvemig karlmenn eru
konum fremri".
Verk Strindbergs em allvel þekkt á ís-
landi, a.m.k. meðal bókmennta- og leikhús-
fólks. Hér hafa verið sýndar ágætar
uppfærslurá t.d. UngfrúJúlíu, Dauðadansi
og Föðurnum, svo minnisstæð raunsæis-
verk séu talin, en einnig Draumleik sem er
sýmbólskt verk af allt öðmm toga, ekki
síður forvitnilegt. Strindberg er auðvitað
frægastur sem leikskáld; en sögur hans eru
sumar stórkostlegar. Heimaeyjaifólkið og
Rauða herbergið eru til á íslensku, en Máls-
vörn fífls, Infernó og Sonur þjónustustúlk-
unnar bíða þess enn að verða íslenskuð. Allt
em þetta mögnuð verk og grípandi, og sama
gildir um smásögur Strindbergs, Hjónalíf
1-2. Lesendur Halldórs Laxness kannast
við hver áhrif rit Strindbergs höfðu á hann
forðum daga, og hafa bókmenntafræðingar
2
fjallað um það mál.
TMM 1991:1
71