Tímarit Máls og menningar - 01.03.1991, Page 87
Hvað er hástétt?
— Þeir sem njóta, þeir sem stjóma.
Að stjóma er ekki vinna, það er bara verk og
varla einu sinni það. Samanber stöðugar dýra-
veiðar kóngafólksins, dansleiki þess (ferðalög)
og heimullegar einkaskemmtanir.
Hvað er lágstétt?
— Þeir sem láta af hendi, þeir sem stjómað
er. Þeir sem hörðum höndum framleiða mat,
klæði, húsnæði og eldsneyti, það em þeir sem
vinna, þeir sem láta af hendi.
Hvaða tœki notar hástéttin til að halda lág-
stéttinni niðri?
— Trúarbrögð, stjómmál, lög, vísindi, listir
og siðaboð. [...]
Hvað eru trúarhrögð?
— Þörf sem varð til á fyrri þróunarstigum
mannsins og notuð er af hástéttinni til að halda
lágstéttinni í skefjum. Hástéttin hlær að trúar-
brögðunum á laun en heldur því fram að „það
verði að hafa trú handa lýðnum“. [...]
Hvernig notar hástéttin trúarbrögðin í þessu
skyni?
— Hún beitir þeim til að hræða og til að
hugga.
Friðrik II., kallaður hinn mikli, hefur gert
svofellda játningu: „Lagasmiðir allra tíma hafa
fundið upp guði og samræður við guði til að
hafa stjóm á lýðnum. Trúið mér, þegar við emm
hrædd, sköpum við djöfla og helvíti. Óttinn
skapar guði. Aflið skapar konunga."
Með hverju hrœða trúarbrögðin?
— Með útskúfun eða eilífri refsingu þeim til
handa sem ekki hlýða hástéttinni. Þess vegna er
Egypsk svíngs sprænir á bronsaldarfólk. Andlitsfall skepnunnar minnir, svo ekki verður um villst, á
teiknarann sjálfan. Strindberg sendi Carl Larsson vini sínum myndina í bréfi 23. nóvember 1881.
TMM 1991:1
77