Tímarit Máls og menningar - 01.03.1991, Page 93
Nathalie Sarraute.
úr bókmenntaarfleifðinni, daglegum við-
ræðum fólks, hefðbundnum myndum af
raunveruleikanum. Þessum brotum raðar
hún síðan saman til að gefa lesandanum
innsýn í sálimar sem hún er að fást við.
Hún nýtur sín best í samræðuforminu,
vegna þess að það sem hún er að reyna að
lýsa kemur best fram sem viðbrögð við því
sem annað fólk segir. Persónur — ósjaldan
nafnlausar — tala saman en samræðumar
snúast oftar en ekki um hversdagslega hluti:
með hvaða efni á að klæða gamla hæginda-
stólinn sem við keyptum á flóamarkaðnum,
hvaða rithöfundur er bestur í dag, hvemig
vegnar syni okkar í námi, o.s.frv. Það sem
persónumar segja upphátt er ósköp ómerki-
legt en undir niðri er allt á iði og það er það
sem Sarraute er fyrst og fremst að fást við.
Kallar hún þetta „la sous-conversation“ eða
„undirsamræður“.3
Rit hennar kunna að virðast þunglamaleg,
ruglingsleg, ef ekki hreinlega leiðinleg,
eins og þeim er lýst hér, en Sarraute hefur
náð slíkum tökum á viðfangsefni sínu að
um leið og lesandinn hefur áttað sig á því
sem hún er að fást við, hrífst hann af því hve
undursamlega hún notar möguleika tungu-
málsins til að koma þessu óræða skrjáfi
sálarinnar til skila. Hún hefur þróað svo
réttan og sannan tón að það heyrir til undan-
tekninga að lesandinn mglist á því sem
persónur hennar segja upphátt og því sem
TMM 1991:1
83