Tímarit Máls og menningar - 01.03.1991, Page 98
Alain Robbe-Grillet.
Bækur Robbe-Grillets hafa fengið það
orð á sig að vera þurrar og þungar, sagt er
að hann sé að búa til dæmi til að rökstyðja
kenningar sínar um skáldsöguna en ekki að
skrifa með hjartanu. Þessu mótmælir hann
sjálfur eindregið. Hugmyndunum sem
hann setti fram í Pour un Nouveau Roman
og víðar var ekki ætlað að verða kennisetn-
ingar. Þær eru áfangar á leið hans, áningar-
staðir þar sem gott var að setjast niður og
hugleiða hvað hafði áunnist og ímynda sér
hvað gæti orðið á vegi hans þegar förinni
yrði haldið áfram.
Hann skrifar því ekki til að sannreyna
kenningar sínar heldur til að reyna að skilja
sjálfan sig og stöðu sína í heiminum, eins
og raunar flestir höfundar. Munurinn á hon-
um og þeim er sá að hann trúir því ekki að
hin hefðbundna frásögn geti náð utan um
mannlega tilveru sem er svo flókin og fjöl-
breytt. „Hlýja augnabliksins“, sem hann
kallar svo, hverfur.10 Auk þess er hefðbund-
in frásögn því marki brennd að hún endur-
speglar óafvitandi ríkjandi hugmyndafræði
en Robbe-Grillet hafnar henni, eins og
raunar öllu því sem hamlar frelsi mannsins.
Frekar en að reyna að fanga hið margræða
í tilverunni, eins og Sarraute reynir til dæm-
is eða Claude Simon í endalausum setning-
um sínum, þá tekur hann hefðbundnar
myndir úr menningu okkar, snýr þeim við,
raðar þeim upp á nýjan hátt, tengir saman
88
TMM 1991:1