Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1991, Side 104

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1991, Side 104
Wilhelm Emilsson Flísar Einmana gína, sveipuð haustlitum, starði þungbúnum augum á föl andlit sem liðu framhjá búðarglugga. Ljóshærð stelpa í óhreinni úlpu bauð vegfarendum dagblað. Grannvaxinn maður nam staðar og keypti eintak. Hann vorkenndi þessum bömum sem reikuðu um götumar klyfjuð pappír og skiptimynt. Hann velti fyrir sér hvert hlutfallið væri milli þeirra vegfarenda sem keyptu blað og þeirra sem hristu höfuðið önugir og héldu sína leið. Einn á móti tuttugu, þrjátíu... fimmtíu—? Tilhugsunin um neitanirnar olli honum ónotakennd. Maðurinn gekk framhjá litlu kaffihúsi. Inni var fólk sem hann kannaðist við. Hann kinkaði kolli til brosandi andlita handan glersins og flýtti sér burt. Hann gekk upp bratt sund. Þegar hann var lítill hafði hann rennt sér á svellinu sem myndaðist þar á vetuma. Enginn gæti leikið sér þarna þennan vetur. I sundinu miðju var djúpur skurður. Höfuð verkamanns og skófla stóðu upp úr. Þegar maðurinn skáskaut sér milli húsveggs og jarðvegsbings rann mold niður á fætur grafarans. Augu litu grimmdarlega upp. Munnur opnaðist til hálfs. í ljós komugulgráar tennureins og lúkaaf klakahröngli. Hlátur seytlaði niður munnvikin. Maðurinn hraðaði sér burt og kom í kyrrláta götu. Hann opnaði stíft járnhlið. Blár, loftlaus bolti lá á hellustíg. Á tröppunum sat köttur. Maðurinn sparkaði í boltann. Kötturinn tók viðbragð og hentist á eftir. Boltinn staðnæmdist áður en dýrið náði honum. Maðurinn opnaði útidymar, fór úr yfirhöfninni og gekk inn í stofu. Hann var nýfluttur í íbúðina. Hann hafði búið í þessari götu þegar hann var bam. Ut um gluggann sá hann húsið sem hann átti heima í þá. Það hafði búið gömul kona í íbúðinni sem hann leigði nú. Hún var með strítt, grátt hár og langa höku alsetta vörtum. Krakkamir í hverfinu kölluðu hana „nornina". Minning kom upp í huga mannsins. Það var vetur. Krakkamir stóðu á gangstéttinni og köstuðu snjóboltum í gluggann — sama glugga og hann stóð nú við. Hann var í hópnum. Hann gat varla hafa verið meira en sex ára. Hann mundi hve erfitt það var að drífa yfir garðinn. TMM 1991:1 \ 94
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.