Tímarit Máls og menningar - 01.03.1991, Page 107
Stefán Steinsson
Drykkjusaga
Á grænum hól við lítinn vog inn úr ládauðum sjó stendur ferkantað hús með bláu þaki,
reyklausum strompi og hvítum veggjum. Þeir eru rispaðir og gangstéttin sprungin, en
garðurinn ekki hirtur að ráði.
Hafandi setið um þrjú kortér að kaffi með fleiru, eru dagfarsmál útrædd. Konan er
móðir Steinars frænda míns eða Denna, fimmtíu og fimm ára ekkja, nokkuð gránuð,
jafnframt þurrkuð og taugasjúk. Hún sýgur sígarettur með ryksuguafköstum.
Konan tók mér vel, ég leit inn til hennar eftir langa dvöl erlendis. Ég var fullmenntaður
og hafði háskólapróf, gekk í dökkbláum frakka, með yfirvegað bros, þrjátíu og eins árs,
en hattlaus. Dúkurinn hennar var rósóttur, sól gyllir voginn og veggimir verða málaðir
eftir eitt ár.
Við kökutyggingar byrja hérskráðar samræður:
— Hvemig er það eiginlega með hann Denna og áfengið?
— Hryllingur.
— Búinn að drekka í fjórtán ár, frá fjórtán ára aldri?
— Já.
— Það em samtals tuttugu og átta ár?
— Já.
— Orðinn magur?
— Já.
— Á hann þrjú böm með tveimur konum?
— Já.
— Nýlega búinn að drekka frá sér konu tvö?
— Já.
— Farinn að sjá rottustraumana undan rúminu eftir sextán daga úthald?
— Já.
TMM 1991:1
97