Tímarit Máls og menningar - 01.03.1991, Síða 108
— Átta sinnum í meðferð, en árangursleysið algjört?
— Já.
— Úthýst af Vogi og nú jafnvel Landspítalanum?
— Já.
— Gjaman sofið í steininum?
— Já.
— Kemur annað slagið til þín?
— Já.
— Fær gistingu og eitthvað af peningum hjá þér?
— Já.
— Sömu ástæður drykkjunnar og áður?
— Drekkur til að róa taugarnar?
— Drekkur af því að hann missti vinnuna?
— Drekkur til að gleyma?
— Drekkur af því að félagar hans drekka?
— Drekkur til að fá ekki tremma?
— Drekkur af því að allt er ómögulegt?
— Drekkur af því að hann getur ekki annað?
— Drekkur af ástríðu?
— Já. En einna minnst af ástríðu, held ég, svarar móðir hans.
★
Hér er beint innskot frá sögumanni: Denni og Benni eru bræður milli hárra fjalla, alltaf
sól, grænt í hlíðar upp. Þeir eru litlir, mamma er stór. Hún sækir mjólkina út í búð, eldar
mat á borð. Ekki gráhærð, frekar ung, meðalholda kona.
Pabbi drengjanna var ægilegt fyllisvín árum saman, en lamdi þó aldrei konuna. Það
skildi enginn, því dmkknir húsbændur lömdu alltaf konuna í þá daga. Lítið braut hann
einnig af leirtaui og húsgögnum, hann bara drakk og lét það nægja. Brennivínið hvarf
ofan í hann sem dögg fyrir sólu, í glasavís, og fötin hans vom ekki ævinlega jafnhrein og
þau hefðu mátt vera. Stundum hafði maðurinn farið úr Jressum fötum og getið sonu við
konunni.
En fylleríin ægilegu stóðu marga daga í einu í mörg ár og voru oft. Þá kom á staðinn
afar sannfærandi heilbrigðisráðunautur og sagði pabbanum að nú færi hann alveg að
deyja. í þá daga vom engar meðferðir.
Allt í einu fór pabbinn að tala við prestinn, hann talaði hvað eftir annað við prestinn
og síðan hætti hann alveg að snerta brennivín. Hann fékk aftur vinnu í sfldarverk-
98
TMM 1991:1