Tímarit Máls og menningar - 01.03.1991, Page 125
Athyglisvert efni úr nýlegum
Tímaritsheftum
Þjóðmál og menningarmál:
Václav Havel: Stjórnmál og samviska. Grein sem fjallar m.a. um baráttuna fyrir lýðræði
í Austur-Evrópu og birtist hún um það leyti sem Havel var hér á ferð í fyrra.
Salman Rushdie: / góðri trú. Mál Rushdies hefur vakið athygli um heim allan. Hér
fjallar hann um tjáningarfrelsi í ljósi biturrar persónulegrar reynslu.
Gísli Sigurðsson: Feitur þjónn eða barðurþrcell. Grein um stöðu smáþjóða; efni sem
er ofarlega á baugi nú vegna samninga við Efnahagsbandalagið.
Viðtöl:
Viðtal við Svövu Jakobsdóttur eftir Dagnýju Kristjánsdóttur. í viðtalinuer meðal annars
fjallað um viðhorf Svövu til trúar, um æsku hennar og afstöðu til raunsæis.
Viðtal við Fríðu A. Sigurðardóttur eftir Vigdísi Grímsdóttur. Viðtalið var tekið í janúar
1991, skömmu áður en Fríða hreppti Islensku bókmenntaverðlaunin.
Um bókmenntir:
Halldór Guðmundsson: Hamhleypur og samgenglar. Fjallað um tvífara og hamhleypur
í bókmenntum og eru dæmi meðal annars sótt til íslendingasagna.
Einar Már Guðmundsson: Hin raunsœja ímyndun. Um raunsæissjónarmið í skáldskap
frá ýmsum tímum.
Guðmundur Andri Thorsson: Af óhamingjusömum fjölskyldum. Um íslenskan skáld-
skap fyrra árs og stefnur í íslenskum nútímabókmenntum.
Um nútímamenningu:
Matthías Viðar Sæmundsson: Dimmir draumar. Hér er fjallað um hryllingskvikmyndir
og djúpstæða rót þeirra í menningu okkar.
Sögur og kvæði
Tímaritið hefur nýlega birt sögur og kvæði eftir Stefán Hörð Grímsson, Ingibjörgu
Haraldsdóttur, Steinunni Sigurðardóttur, Milan Kundera, Octavio Paz, Thor Vilhjálms-
son, Sjón, Þorstein Gylfason, André Breton og fjölmarga aðra.