Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1991, Síða 9

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1991, Síða 9
Hugmynd manna var að stílbrögð væru að mestu leyti ytra skraut og að fagurfræðileg áhrif þeirra byggðust á flutningi (trans- latio) merkingar frá eiginlegri merkingu (propria significatió) í aðra óeiginlega (non propria similitudo) (Holtz 1981, 200-203; Clunies Ross 1987, 28-38). Ég hef fært fyrir því rök að ekkert bendi til þess í Eddu að Snorri hafi lagt þennan skilning í mynd- mál skáldskaparins. Ég hef þvert á móti haldið fram að hugmynd miðaldamanna um myndhverfingar sem translatio poetica (eða framfœring, sem Ólafur Þórðarson nefnir svo) falli með engu móti að umfjöll- un hans um skáldakvæði, sem hann túlkar sem afurð heiðinnar heimsmyndar. í Pro- logus Eddu gefur Snorri til kynna að hin heiðna heimsmynd hafi tengst vættatrú (þ.e.a.s. anímisma) og efnishyggju. Af því virðist mega álykta að skáldskaparmál heiðinna manna, sem ekki þekktu upplýs- ingu kristninnar, hafi verið af sömu rótum runnið. Nokkur af þeim hugtökum sem Snorri hefur urn orðfæri virðast miðuð við latnesk hugtök en ekki er alltaf ljóst nákvæmlega hvaða hugtök hann hefur þá í huga hverju sinni. Halldór Halldórsson (1975) hefur fært sterk rök fyrir því að orðið heiti sé undir áhrifum frá latneska hugtakinu syno- nymum. Fornöfn, sem Snorri greinir í við- kenningar og sannkenningar (sem e.t.v. má bera saman við epiþeton, sbr. Malm 1990), kunna að vera íslenskun á hugbragði sem nefnist pronominatio (Halldór Halldórsson 1975, 25-27) en einnig má vera að þar sé byggt á hugmynd miðaldamanna um for- nöfn, pronomen (Tryggvi Gíslason 1967, 110; Clunies Ross 1987. 64-79). Hart er enn deilt um hugtakið kenning. Skildi Snorri það með sama hætti og við? Voru kenningar í eðli sínu myndhverfingar að hans dómi? Og hvemig ber að skilja fræga en óglögga lýsingu hans á hlutverki kenn- inga í Skáldskaparmálum? Þar segir: ok er sú grein svá sett, at vér köllum Oðin eða Þór eða Tý eða einhvern af ásum eða álfum.ok hvern þeira, erek nefni til, þá tek ek með heiti af eign annars ássins eða get ek hans verka nokkura. Þá eignask hann nafnit, en eigi hinn, er nefndr var (...) (SnE 1931,86,4-8) Margt hefur verið skrifað um þetta efni, en ekki eru menn þar á einu máli. Af þessum skrifum má nefna Meissner 1921, Heusler 1922, Einar Ól. Sveinsson 1947, Brodeur 1952, Halldór Halldórsson 1975, Marold 1983, Kuhn 1983, Clunies Ross 1987, Am- ory 1988 og 1990 og væntanlegt rit eftir Faulkes. Framar var sagt að Snorra-Edda sé eins- dæmi meðal miðaldarita um skáldskapar- fræði vegna ítarlegrar umfjöllunar sinnar um bragarhætti og orðfæri skáldskapar á þjóðtungu. Annað sem gerir ritið einstakt að viðfangsefni og formi er að það ereinnig ritgerð um goðsögur sem er felld í megin- málið með þeim hætti að goðafræðin og skáldskaparfræðin verða þar að einni sam- virkri heild. Goðafræðina er að finna í Gylfaginningu og Skáldskaparmálum. í Eddu túlkar Snorri helstu goðsögur heið- inna manna á Norðurlöndum. Til eru marg- ar aðrar ritgerðir frá fomöld og miðöldum á latínu um heiðin trúarbrögð og uppruna þeirra (Dronke og Dronke 1977; Faulkes 1983; fæstar fjalla þó um norrœna guði ef frá er talin De falsis diis eftir Ælfric, sem þekkt var á íslandi á 12. öld), en engin þeirra felur í sér kerfisbundna lýsingu á ákveðinni heild goðsagna, né heldur eru TMM 1991:3 7
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.