Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1991, Side 29

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1991, Side 29
Kolbrún Bergþórsdóttir Jónas Hallgrímsson á tímum Júlíu Kristevu Helga Kress hefur í bókmenntaskrifum sínum stuöst viö kenningar Júlíu Kristevu um aö maðurinn sé á róli sínu um lífið sífellt aö reyna aö bæta sér upp hiö rofna samband viö líkama móðurinnar. Helga hefur nýlega beitt þessu sjónarmiði í túlkun á sögunni Grasaferð eftir Jónas Hall- grímsson. Hér er deilt á þessar túlkunaraöferö, og telur greinarhöfundur aö Jónasi sé ekki gert rétt til, aö textar hans fái ekki aö njóta sín sem skyldi í greiningu Helgu. Aðeins sé fjallaö um þau atriði sem falli aö fyrirfram gefnum hugmyndum hennar en ööru sleppt og telur höfundur aö kynja- táknmál í Grasaferö sé ekki eins einhlítt og Helga vill vera láta. 1. „Þaö er svo margt, ef aö er gáö . . .“ Innan bókmenntafræðinnar er til viðhorf sem kenna má við húmanisma, eða svo segir Astráður Eysteinsson í grein sinni „Hefur maður ást á skáldskap?“ sem birtist í afmælisriti til Helgu Kress (Sögur af háa- loftinu, 1989). í fyrstu hélt ég að umfjöllun Ástráðs um hið húmaníska sjónarmið yrði nokkuð ást- úðleg, kannski vegna þess að ég hef alltaf litið orðið „húmanismi“ hýru auga og hélt að hann hlyti að gera það einnig. En maður skyldi varast að ætla að eigin skoðanir njóti fylgis á öðrum vígstöðvum. Ástráður hyllir ekki hið húmaníska sjónarmið, miklu frem- ur einkennist viðhorf hans af góðlátlegu umburðarlyndi þess þreytta manns sem þykist vita betur. Af grein hans má ráða að honum þyki húmanistarnir í fræðistéttinni lifa í of mikilli „ídealiseringu" og vera svo- lítið afturhaldssamir. í grein sinni segir Ástráður að hið húm- aníska sjónarmið „áfellist bæði teóretíska umfjöllun og gagnrýninn sundurgreinandi lestur“ (bls. 7). Eg held að það sé grundvallar misskiln- ingur hjá Ástráði að gagnrýni hinna „húm- anísku“ bókmenntafræðinga hafi verið beint að teóretískri umfjöllun eða sundur- greinandi leshætti. Hins vegar hefur verið bent á að þeim aðferðum hafi verið beitt af fullmiklum ákafa og oft áfremuryfirborðs- kenndan hátt. Verkin hafa þá ekki verið lögð til grundvallar túlkuninni heldur notuð TMM 1991:3 27
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.