Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1991, Qupperneq 30

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1991, Qupperneq 30
sem eins konardæmasöfn, fyrirframgefinni kenningu til vegsömunar. Eitt meginágreiningsefnið virðist snúast um frjálsræði í túlkun; hversu mikið tillit túlkandanum beri að taka til textans sem greina á. Ég tel að grundvöllur bókmenntatúlkunar sé að varpa ljósi á viðkomandi verk. Túlk- andanum ber að takast á við verkið í heild og vera heiðarlegur gagnvart textanum. Túlkun sem gerir ekki grein fyrir öllum meginatriðum textans heldur velur aðeins úr það sem henni hentar fær ekki staðist. Grein Helgu Kress um Tímaþjófinn (TMM 1988:1) var með hinum síðamefnda blæ, eins og Guðmundur Andri Thorsson hefur bent á („Eilífur kallar/kvenleikinn oss“. TMM 1988:2). Grein Helgu um Grasaferð Jónasar Hallgrímssonar (Haust- hefti Skírnis 1989) er jafnvel enn skýrara dæmi um slíka hentistefnu. Ástráður nefnir hana sem dæmi um svokallaðan „stríðan lestur'1 fræðimanns, en „stríðan lestur“ seg- ir hann einkennast af því að lesið sé á móti sjálfsögðustu merkingu textans. Ástráður segir: Á síðustu árum hefur slíkur lestur færst í aukana og ýmsir leggja kapp á að sund- urliða skáldverk, spretta saumum, rekja upp þræði... Nýtt dæmi um stríðan lestur á íslenskum texta er túlkun Helgu Kress á „Grasaferð" Jónasar Hallgrímssonar... þar sem hún losar um kvenlegar merkingar- uppsprettur sögunnar (13). Það er alls ekki fjarstætt að telja Helgu sitja við hannyrðir í túlkun sinni. En þeir sem kunnugir eru hannyrðum vita að þegar spretta á saumum og rekja upp þræði þarf að fara að því með alúð og gát, annars rifnar flíkin og efnið ónýtist. Þessu gætir Helga ekki að og í meðförum hennar verður fal- legt efni nær óþekkjanlegt, svo miklum bókmenntalegum flumbrugangi mætir það. Ástráður virðist gera sér grein fyrir því að ýmsum lesendum kunni að þykja bók- menntaverkin torkennileg þegar þau hafa verið beitt „stríðum lestri“ og hann leggst í nokkra vöm um leið og hann segir: Sumum bókelskum lesendum finnst að með slíkum lestri sé verið að misbjóða skáldverkum, jafnvel beita þau ofbeldi (13). Kurteisinnar vegna ætla ég ekki að flokka skrif Helgu Kress um Grasaferð til ofbeld- isaðgerða. En í túlkun sinni tekur hún ekki tillit til höfuðþátta þess texta sem hún er að greina. Hún hampar því sem henni hentar, afneitar öðm og alhæfir. Að bakhjarli hefur hún helsta hugmyndafræðing sinn, Júlíu Kristevu, en urn kenningar hennar ber Helga vitni af þvílíkri hrifningu að helst minnir á samband heittrúaðs kaþólikka við höfuðdýrlinga sína. 2. „. . . þá jarmaði hann“ Grein Helgu Kress, „Sáuð þið hana systur mína?“, fjallar að nafninu til um Grasaferð Jónasar Hallgrímssonar, en þar sem Helga virðist í nánara tilfinningasambandi við Júlíu Kristevu en ritverk Jónasar Hall- grímssonar verður greinin öll eins konar hylling femínískrar öfgasýnar. Verk Jónas- ar er öðru hverju kallað til vitnis og stað- festingar á kenningum Helgu Kress/Júlíu Kristevu. en jafn algengt er að hreytt sé í það ónotum standist það ekki hugmynda- fræðileg viðmið hinnar kvenlegu sýnar. Að sögn Helgu Kress fela kenningar Júlíu 28 TMM 1991:3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.