Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1991, Side 31

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1991, Side 31
Kristevu það í sér að maðurinn sé á róli sínu um lífið sífellt að reyna að bæta sér upp hið rofna samband við líkama móðurinnar. Þessi þrá endurspeglast meðal annars í þörf manna fyrir ást og vináttu. Aðalatriði kenn- ingarinnar er að allar tilfinningar sem mestu skipta stafi af þrá eftir móðurkviðnum, því þar ríki fegurðin ein. Rétt er að taka fram að af túlkunum Helgu Kress á Grasaferð verður ekki annað ráðið en að aðskilnaður- inn leggist sérlega þungt á karlmenn og marki djúp spor í sálarlíf þeirra. Nú er hér á ferð kenning 20. aldar fem- ínista og sem kenning er hún vitaskuld aft- urvirk. Helga yfirfærir hana á 19. aldar skáld, sem hefur varla látið það hvarfla að sér að skáldskapur sinn bæri í sér löngun til afturhvarfs í móðurkvið. En það mun vera aukaatriði þessa máls. Þótt Jónas hafi ekki markvisst og meðvitað hlaðið skáldskap sinn slíkum vísbendingum þá hefur dulvit- und hans unnið úr þessum þrám og gefið þeim skáldskaparbúning, líkt og í Grasa- ferðinni. Reynist Helgu auðvelt að færa sönnur á það. Þetta er nefnilega víð og breið kenning sem nær yfir stórt og veigamikið svið mannlegrar reynslu. Hún er þægileg í notkun og krefst ekki mikillar íhugunar. Og hún alhæfir. í Grasaferð er það systirin góða sem kem- ur í stað móður, en þrá drengsins eftir snert- ingu við systurina segir Helga jafngilda þrá hans eftir móðurlíkamanum: Hann þráir snertinguna við systurina (móð1" urlíkamann), en veit að hann verður að slíta sig frá henni ef hann á að standast mann- dómsraunina og verða að manni (270). Helga gerir mikið úr því að drengurinn vilji láta leiða sig en minna fer fyrir því að systirin sæki eftir að fá að leiða hann, lík- lega vinnur sú ósk systurinnar kenningu Helgu (Kristevu?) ekki nægilegt gagn. Handtak systurinnar telur Helga vera mynd „symbíósu“, samlífsins við móður- ina. Hún segir þessa mynd vera margend- urtekna í sögunni. Eg veit ekki hvort Helga hefur hugsað sér að þannig sé það ævinlega; að sækist kari- maður eftir að leiða konu sé um að ræða dulda þrá eftir því samlífi sem eitt sinn var — hjá mömmu. Ef menn gefa sér að rofið á samlífi við móðurina hafi slík áhrif á karlkynsverur að þær lifi æ síðan í stöðug- um aðskilnaðarkvíða sem konunni sé ætlað að milda, þá er auðvelt að finna þess merki á ólfklegustu stöðum, jafnvel hjá Einari Ben. í síðasta erindi Snjáku: Og ég vildi lán mitt leggja í litla, þétta hönd og hvíta og í fjötrum feginn líta fram á götu okkar beggja. Og nú má halda því fram að skáldið sem sérhæfði sig í karlmennskuvaðli hafi, þegar allt kom til alls, verið á sama ráfi og allir hinir. Það kann einnig að hafa átt við gimb- ilinn í vísunni góðkunnu: Gimbill eftir götu rann hvergi sína móður fann þá jarmaði hann. Hér skal ekki spurt: „Hví jarmaði gimb- ill?“, það mun vera ljóst. En við getum velt því fyrir okkur hvort þetta kvæði sem ís- lenska þjóðin hefur talið saklausa bama- gælu birti hina sönnu mynd karlveldisins, þar sem það er á hlaupum, jarmandi á mömmu. Kenning sem þessi fer fram á að litið sé á móðurina sem höfund alls sem er, og ef við TMM 1991:3 29
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.