Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1991, Page 42

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1991, Page 42
varða þá engu nema til að aðlaga þau sýn- inni sönnu. Og þannig fer í túlkun Helgu á Grasaferð. Verkið sjálft vekurenga forvitni með henni, hún neitar að mæta því á for- sendum þess sjálfs. Helga kallar verk Jónasar til þjónustu við eigin kenningar og lagar það að þörfum sínum. Hún gerir úr því annað en það er, fyllir það af fjandsamlegri og glórulausri hugmyndafræði og þegar henni reynist ill- mögulegt að samsama verkið boðskap sín- um (en það kemur alloft fyrir) þá þusar hún yfir göllum verksins. Það er illt þegar góður skáldskapur verður fyrir slíkri meðferð. Hann á allt annað skilið en að vera afbak- aður í þágu einsýninnar. Grasaferð er frásögn af samskiptum tveggja ungmenna sem eiga kannski ekki mikið annað að en hvort annað, en það er þeim meira en nóg. Þetta viðurkennir Helga ekki, hún sér þar ekki sameiningu, einungis kynjabaráttu sem hún telur ekki aðeins endurspeglast í samskiptum innan mannheims heldur í umhverfinu öllu. I þessum hugmyndaheimi finnst ekki staður fyrir fölskvalaus samskipti pilts og stúlku og það er piltsins sök því hann er í sífelldum karlmannaleik. Þar svífa ránfuglar um og eyðileggja samræmi hins kvenlega. Og jafnvel þegar steinar velta ofan á grös, er karlveldið að angra hið kvenlega í tilver- unni. Beri menn saman mýktina og sveigjan- leikann í frásögn Jónasar Hallgrímssonar og hörkulega og einstrengingslega túlkun Helgu Kress þá eru þar á ferð mjög skarpar andstæður og samkvæmt túlkunarfræði Helgu sjálfrar virðist mér hún í hlutverki hins karllega. Nú eru tvö ár síðan Helga Kress sendi frá sér grein sína um Grasaferð Jónasar Hall- grímssonar og hefur enginn bókmennta- fræðingur orðið til að andmæla henni opin- berlega, blöskraði þó ýmsum. Á vissan hátt er skiljanlegt að menn kjósi að láta þögn umlykja þessi skrif í vissu þess að tíminn muni dæma þau ómerk. Einkennilegt er þó þegar bókmenntafræðingur finnur sig knú- inn til að flokka þessi skrif innan ákveðins lesháttar, líklega þeim til vemdar. Ég hef ætíð staðið í þeirri trú að til væri nokkuð sem nefndist lágmarksvirðing fyrir skáldverki, og að hún fæli það meðal annars í sér að vera verkinu trúr við túlkun þess. Og ég hélt satt að segja að þetta þætti svo sjálfsagt og eðlilegt sjónarmið innan bók- menntafræði að á það þyrfti ekki að minn- ast. En mér sýnist sem Ástráður og Helga hafni þessu viðhorfi, Helga með túlkun sinni á Grasaferð og Ástráður í grein sinni „Hefur maður ást á skáldskap?“ þar sem hann ber í bætifláka fyrir túlkun hennar. Slík vöm vekur upp þær spumingar hvort bókmenntatúlkun sé orðin slík nýsköpun að engu skipti hverju sé haldið að lesendum í nafni bókmenntafræði. Geta bókmennta- fræðingar verið á vappi innan bókmennta- verks og hlammað þar niður ástvinum sínum (Barthes/Kristevu o.s.frv.) í full- komnu skeytingarleysi um það hvort kenn- ingar þeirra henti viðkomandi verki? Sé svo þá eru skrif þeirra orðin teoríuleikfimi og eingöngu athyglisverð sem heimild um hæfni viðkomandi manna til að þvinga skáldverkin í ramma kenninganna. Ég er sannfærð um að þess sé ekki langt að bíða að grein Helgu Kress um Grasaferð Jónasar Hallgrímssonar verði lesin sem skopstæling. Og mér þykir ákveðinn dóm- greindarskortur í því fólginn af hálfu Ást- ráðs Eysteinssonar að flokka hana sem marktæk bókmenntaskrif. En systraveldið 40 TMM 1991:3
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.