Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1991, Síða 53

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1991, Síða 53
steypa skynjun okkar í sama mót, láta okkur upplifa veruleikann með sama hætti. Það er hlutverk góðra bókmennta — ef manni Ieyfist að viðhafa svo fomfálegt orðalag — að kljást við þessar fjölfölduðu myndir og innantómu tákn, og það er lífsreynsla ein- staklingsins sem er í húfi. Hér kann að vera komin ein af ástæðum þess að frásagnarlistin hefur sótt á að nýju, og eftirspurn sýnist fara vaxandi. Alltént er afturhvarfið til frásagnarinnar eitt megin- einkennið í íslenskum bókmenntum síðasta áratugar. Jafnvel inngróinn módemisti einsog Thor Vilhjálmsson hefur sett saman sögulega skáldsögu, auðvitað á sínum for- sendum. Fyrstu bækur Einars Más Guð- mundssonar og Einars Kárasonar, sem út komu snemma á síðasta áratug, áttu vin- sældir sínarekki síst að þakka þeirri óhátíð- legu frásagnargleði sem skfn af hverri blaðsíðu, og ekki tilviljun að þessar bækur hafa ratað til sinna í grannríkjum okkar. Fyrstu bœkur Einars Más Guðmundssonar og Einars Kárasonar, sem út komu snemma á síðasta áratug, áttu vinsældir sínar ekki síst að þakka þeirri óhátíðlegu frásagnargleði sem skín af hverri blaðsíðu (. . .) Þetta er samt ekki bemsk frásagnargleði sem lætur einsog módemisminn hafi aldrei verið til, þama er eitthvað annað á seyði. Oft hefur verið að því vikið að suður-am- erískir höfundar með Marquez í broddi fylkingar hafi kennt mönnum að sameina módemisma og hefðbundna frásögn í eins konar æðra veldi, og víst er að þetta mark- mið hafa margir skáldsagnahöfundar sett sér síðan. En ég held að í frásagnarbók- menntum okkarsíðasta áratug megi líka sjá annars konar sambræðslu, þ. e. samfléttun munnlegrar og skriflegrar hefðar í frásagn- arlist (Gísli Sigurðsson velti þessu fyrir sér í erindi hjá Félagi áhugamanna um bók- menntir þann 1. desember s.l.). Að sjálfsögðu eru allar bókmenntir skrif- legar, það felst í orðanna hljóðan. Engu að síður er munur á þeim höfundum sem nota brögð munnlegrar sagnalistar og líkja jafn- vel eftir aðstæðum hennar, og hinum sem öðru fremur glíma við möguleika ritmáls- ins. Tökum íslenskar bókmenntir á fjórða áratugnum sem dæmi. Venja hefur verið að skoða þær í ljósi átaka milli róttækra höf- unda og íhaldssamra, sem vettvang hug- myndastríðs. Og vissulega voru þær það — líka. En ef við lítum á þær nú, löngu síðar þegar lítið lífsmark er með þeim stjóm- málakenningum sem þá tókust á, er önnur móthverfa kannski betur til þess fallin að varpa ljósi á hina bókmenntalegu þróun, móthverfa sem gengur þvert á pólitíska af- stöðu. Þar eru annars vegar þeir höfundar sem öðru fremur eru munnlegir sagna- menn. í því felst ekki endilega að prósi þeirra sé frumstæðari eða ómerkilegri en hinna, en sögumar bera munnlegri frásagn- arlist vitni; þær em sagðar af sögumanni sem er að skemmta áheyrendum. Á hinn bóginn em þeir höfundar sem einbeita sér að ritaðri tjáningu, stunda nýsköpun í stíl og máli, og sem sóttu sér oft innblástur til erlendra samtímabókmennta. Þessi mót- hverfa, milli Jóns Trausta og Þorgils gjall- anda (svo farið sé aftur til aldamóta), Hagalíns og Halldórs Laxness ef menn TMM 1991:3 51
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.