Tímarit Máls og menningar - 01.09.1991, Side 56
Pétur hafi fundið sjónarhom sitt innan
tungumálsins, með því að teygja það og
toga, snúa út úr því og sjá hið óvænta tekst
honum að ná sögumannslegri fjarlægð frá
þeirri veröld vanans sem hann er annars að
lýsa. í þessari fjarlægð fæðist fyndni Péturs
(og mætti hugleiða hvort þetta eigi ekki líka
að einhverju leyti við um verk Þórarins
Eldjáms). Einsog Pétur hefur sjálfur sagt
um sögur sínar: Þær gerast í orðunum.
En Andra saga er jafnframt þroskasaga,
og meira að segja þroskasaga listamanns,
tilbrigði við þann „Kúnstlerroman" sem
Þjóðverjar fundu upp á 19. öld. Lýst er leit
að sjálfsvitund, og leitin liggur um bækur
annarra höfunda — enn rekumst við á skil-
rúm tilbúinna mynda. Enda hefur Pétur
ávallt verið upptekinn af „persónum og
leikendum“, ein bókin í Andra-bálknum
heitir það, og í Hversdagshölliimi er minn-
isstæður kafli þar sem sögumaður sér fjöl-
skyldu sína fyrir sér sem amerískar
kvikmyndastjörnur.
Þroskasaga Andra fékk óvæntan endi
með Sögunni allri. Aðalpersónan sýnist allt
í einu orðin persóna í sögu annars manns,
sagnfræðingsins Guðmundar Andra, sem
allt vill skrá af því hann man ekkert. Meg-
inhugðarefni Guðmundar er að fylgjast
með uppvexti bams síns, sem er í senn að
uppgötva heiminn og orðin. Mér finnst
þessi óvænti viðsnúningur sögunnar kasta
tragískum blæ á bálkinn allan. Hann reynist
þá ekki vera saga um leið persónu til
þroska, eða alltént til þeirrar hreinsunar
sem felst í að glata tálsýnum. Þegar hetjan
hefur öðlast þroskann sem hún sóttist eftir
er spumingin vakin hvort hún væri ekki
betur komin án hans. Sjálft hugtakið þroski
er haldlaust. Andra bálkur virðist sýna að
það að reyna að þroska sig til að verða
listamaður er vísasta leiðin frá þeirri sýn
sem er skilyrði sköpunar og þar með listar,
þ.e. sýn bamsins. Heimurinn er aðeins nýr
áður en reynslan hefur saurgað hann, og þó
getum við ekki án hennar verið. Hin
tragíska vídd í bálki Péturs fínnst mér of
lítið hafa verið skoðuð, kannski vegna þess
að það er ekki hægt að koma auga á hana
nema gegnum húmorinn.
Mér finnst þessi óvænti við-
snúningur sögunnar kasta
tragískum blœ á bálkinn all-
an. Hann reynist þá ekki vera
saga um leið persónu til
þroska (...)
Þessir höfundar og fleiri hafa átt sér
Reykjavík að helsta sögusviði, og kannski
var kominn tími til að hverfa aftur til sveit-
arinnar og skoða hana á sínum eigin for-
sendum, en ekki bara með hliðsjón af ósigri
hennar fyrir borgarmenningunni. Gyrðir
Elíasson hefur farið þá leið í sínum verkum,
svið sagna hans er með fáum undantekn-
ingum myndbreytt íslensk þorp (Sauðár-
krókur og Borgarfjörður eystri) sem hann
lýsir oft af smásmugulegri nákvæmni.
Hann notar minni úr þjóðsögum og ævin-
týrum og tengir það við að öðru leyti mjög
jarðbundna veruleikasýn. Á þessari spennu
lifir prósi hans, sbr. upphafsorð sögunnar
„Vængmaður“ ú/' Bréjhátarígningunni: „í
rauninni er ég fremur jarðbundinn maður,
en ég á tvo árganga af Populœr Mekanik,
sem ég skoða oft í einverunni á kvöldin og
rakst þar á þessa bráðsnjöllu teikningu af
vængjum sem ég svo smíðaði úr naumum
54
TMM 1991:3