Tímarit Máls og menningar - 01.09.1991, Page 85
3
Ef Brod hefði ekki notið við myndum við
ekki einu sinni þekkja nafn Kafka í dag.
Strax eftir lát vinar síns, lét Brod gefa skáld-
sögurnar hans þrjár út. Engin viðbrögð.
Hann gerði sér þá grein fyrir því að ef hann
ætlaði að koma verkum Kafka á framfæri
yrði hann að leggja út í langt og strangt
stríð. Að koma verki á framfæri þýðir að
kynna það, túlka það. Brod gerði því hreina
stórskotaliðsárás: formálar að Réttarhöld-
unum (1925), að Kastalanum (1926), að
Ameríku (1927), að Bardagalýsingu
(1936), að Dagbókum og bréfum (1937), að
smásögunum (1946); síðan að Samrœðun-
um við Janouch (1952); þá leikgerðimar: að
Kastalanum (1953) og Ameríku (1957); en
einkum þó fjórar þykkar bækur þar sem
hann túlkar líf Kafka og verk (takið vel eftir
titlunum!): Franz Kafka, œvisaga (1937),
Trú og lœrdómur Kafka (1946), Franz
Kafka, maðurinn sem vísar veginn og Ör-
vænting og sáluhjálp í verkum Franz Kafka
(1959).
I þessum textum er sú mynd sem byrjað
var að draga upp í Töfraríki ástarinnar
áréttuð og þróuð áfram: Kafka er fyrst og
fremst trúarlegur hugsuður, der religiöse
Denker. Raunar
hefur hann aldrei sett heimspeki sína og
trúarskoðanir fram kerfísbundið. Engu að
síður má lesa heimspeki hans úr verkunum,
einkum orðskviðunum, en einnig úr ljóðum
hans, bréfum, dagbókum, og aukinheldur
úr lífsháttum hans (einkum þeim).
Síðar segir:
Menn geta ekki gert sér fulla grein fyrir
mikilvægi Kafkanemaþeirskoði verk hans
í tvennu lagi: (1) orðskviðimir (2) frásagn-
irnar (skáldsögur, smásögur). ... I orðs-
kviðunum útlistar Kafka „das positive
Wort,“ hið jákvæða orð, trúna, hið alvar-
lega ákall sitt til allra um að snúa lífi sínu
inn á rétta braut.
1 skáldsögum sínum og smásögum,
lýsir hann hinum hryllilegu refsingum sem
bíða þeirra sem skella skollaeymm við orð-
inu (das Wort) og rata ekki rétta veginn.
(Takið vel eftir gildismatinu: efst er líf
Kafka, fordæmi sem ber að fylgja; í miðið:
orðskviðirnir, það er að segja spak-
mælakaflamir, „heimspekilegu kaflamir" í
dagbókunum; neðst: frásagnirnar.)
Brod var bráðgáfaður og óvenjulega ötull
menningarviti; örlátur maður sem var þess
albúinn að berjast fyrir aðra; hann vann í
þágu Kafka af hjartagæsku og óeigingimi.
Viðhorf hans til listarinnar var hins vegar
vandamálið: Hann var maður hugmynd-
anna og vissi því ekki hvað það er að leggja
mikið upp úr forminu; skáldsögur hans
(hann skrifaði einar tuttugu) em grátlega
gamaldags; en einkum: hann var bæði
blindur og heymarlaus á nútímalist. (Hvers
vegna kunni Kafka þá svona vel við hann?
Fellur besti vinur þinn í áliti hjá þér ef hann
er haldinn þeirri áráttu að skrifa leirburð?)
Maður sem skrifar leirburð verður engu
að síður hættulegur þegar hann fer að gefa
út verk skáldsins vinar síns. Imyndum okk-
ur að áhrifamesti sérfræðingurinn í verkum
Picassos sé málari sem skilur ekki einu
sinni verk impressíonistanna. Hvað myndi
hann segja um verk Picassos? Sennilega
það sama og Brod sagði um skáldsögur
Kafka; að þau lýsi „hinum hryllilegu refs-
ingum þeirra sem rata ekki rétta veginn“.
TMM 1991:3
83