Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1991, Page 105

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1991, Page 105
Gráglettni? Gert at í, já. Þegar maður stendur frammi fyrir skammstöfuninni Ols. Olsen veit maður ekki alveg hvaðmaðuráaðhalda. Þareðhúnerundir texta sem ber öll einkenni þess að vera eftir undirmálsmann, dettur manni í hug að hér sé bara sýnt á gráglettinn hátt að til eru þeir sem fara á mis við flest í líftnu, bærilegt nafn hvað þá heldur annað. En í sömu mund man maður kannski eftir þvf að í Olsen Olsen geta hlutirnir breyst von úr viti og eru að lyktum gjarna aðrir en menn héldu að þeir yrðu. Og sem það rifjast upp grunar mann að nafnið segi nokkra sögu en óttast þó að ímyndunaraflið sé að leiða mann í gönur og bíður með að draga ályktanir. Þegar komið er fram í miðja sögu og ívar- senar af fyrstu og annarri kynslóð flestir dauðir nema Friðþjófur, taka hins vegar að gerast at- burðir sem neyða lesandann til að hugsa ræki- lega sinn gang. I stað hinna hefðbundnu athugasemda ritstjórans birtist alltíeinu kafli með yfirskriftinni „Inngangur að næsta þrepi“ þar sem Lýtingur boðar óvænt endalok á safni sínu og kveðst ætla að „þenja rammann ennþá meir“ (92) og birta eftirmæli um mann sem komi ívarsenum ekkert við. Höfundurinn er Ómar B. Ómarsson cand.mag. en hann þekkja lesendur sögunnar þegar, t.d. af skrifum um Jónas Hallgrímsson og fræðimenn ýmsa í grein um Jón Q. Jónsson — en sá ber ýmis þekkt einkenni íslenskra samtímamanna, á t.d. snyrti- legasta húsið í smáíbúðahverfinu. sjálfan ,,„heimagrafreitinn"“ (94). Og með þessum skrifumÓmars reynast lesendurkomnirá næsia þrep í ýmsum skilningi. Jafnframt því sem l'orm bókarinnar og efniviður taka stakkaskiptum verður framlífið og hinir brottgengnu enn l'yrir- ferðarmeiri. Friðþjófur ívarsen skilur t.d. látinn eftir sig minningarorð um sjálfan sig þar sem dregin er nokkuð önnur mynd af honum og Ivarsenfjöl- skyldunni en fyrr í safninu; reyndar er myndin svo ólík hinni fyrri að Lýtingur skrifar ekki aðeins athugasemd við textann í bak og fyrir heldur bætir við eigin eftirmælum um Friðþjóf eins og til að rétta safnið af. Hann dregur þó ekki úr mótsögnunum sem risið hafa heldur eykur á þær. Sem dæmi má nefna að hann segir að Friðþjófur hafi aldrei slett ensku og dönsku, heldur aðeins latínu og frönsku, enda þótt orð eins og „lover“ og „brogaður karakter" komi fyrir í eiginminningu Friðþjófs meðan latnesk orð og frönsk eru fáséð í skrifum hans (þó t.d. ,,née“). Hann kveður Friðþjóf og hafa hrifist af atómljóðum meðan lesendur hafa einkum séð hann vitna íhefðbundinn kveðskap. Mótsagniraf þessu tagi öðiast nýja merkingu þegar í ljós kemur að í dánarbúi Friðþjófs hafa einnig leynst eftirmæli um Lýting Jónsson sem minna í stíl og hugsun fyrr á þann sem um er ritað en hinn sem sagður er höfundur. Það hlýtur að minnsta kosti að orka kynlega á lesendur að Friðþjófur skuli ekki aðeins orðinn trúaður á annað líf heldur og svo óspar á latínuna og frönskuna, að lota eins og „integer vitae maður par excellence" (151) stendur ekki í honum. Sú spurning gerist nú æ áleitnari hvur skrifi hvað í safninu og áþekk einkenni í stíl mismunandi eftirmælahöfunda taka að sveima um heilahvel- in. Ekki bætir úr skák að Lýtingur gefur upp öndina eftir að hann hefur gengið frá eftir- mælunum um sjálfan sig og fyrmefndur Ómar B. Ómarsson leggur síðustu hönd á verkið, skrifareftirmála og lokaorð, auk þess sem hann birtir bréf Geirþrúðar og Leifs Ólsens og bréf og Ijóð sem konuefni hans, Hrefna Ólsen, ritar með ósjálfráðri skrift fyrir atbeina framliðinna. Þar eð lokaþáttur Ómars í bókinni beinist ekki síst að því að rétta hlut Leifs bróður Hrefnu, getur maður andartak hugsað sér að leggjast í stílrannsóknir og kanna hvort Ómar sé ekki bara höfundur allra textanna í safninu. En maður áttar sig á að slík rannsókn væri sennilega lítils virði. Mestu skiptir að kollsteypan í SíÖasta nrðinu og reyndar formgerð verksins öll vekur með manni þanka sem maður getur glímt við og skemmt sér við nokkra stund. Eru orðin allt frá hinu fyrsta til hins síðasta nokkurn tíma annað en einhvers konar skáld- TMM 1991:3 103
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.