Tímarit Máls og menningar - 01.09.1991, Side 109
vegu. Annars vegar er fjallað beint um tóm hins
gefna veruleika, gjaman með líkingamáli og í
óreglulegri hrynjandi, sbr. kvæðin „Morgunn",
„Hádegi“ og „Síðdegi". Þar kemur „nútímalegt
formið" (eins og einu sinni hefði verið sagt)
efninu sérlega vel til skila:
Þegar morgunninn ræsir vél vindsins
og höfuð sólguðsins gægist
upp milli tveggja hnjúka,
göngum við út (14)
Hins vegar eru sams konar viðfangsefni tekin
til athugunar gegnum ýmis fom minni og þá
með hefðbundnum hætti, einkum og sér í lagi í
sonnettuformi. Stundum dagsins ert.d. brugðið
aftur upp í sonnettunni „Tomba Medici“, um
höggmyndir eftir Michelangelo, markmiðinu
sem virðist gufa upp á annarlegan hátt er lýst í
sonnettunni „Leda og svanurinn", og firring
þess raunveruleika sem við okkur blasir er sett
fram í sonnettunni „Hellislíf4, sem snýst um
hellislíkingu Platons í Ríkinu. Síðastnefnda
kvæðið endar á þessum kröftugu orðum sem
rímið magnar upp (en fjölmargt annað mætti
nefna):
... við emm fangar, fjötraðir þungum hlekkjum,
og hljótum um síðir að venja okkur af þeim ósið
í hellisins myrkri að láta okkur dreyma um Ijósið.
(24)
Sömu stef eru dregin saman í ýmsum öðrum
sonnettum, ekki síst í „Óróa“ og „Undir óson-
lagi“, sem er e.k. lokaniðurstaða.
Ekki er víst að lesendur veiti því athygli í
fljótu bragði hvernig þessar tvær ólíku raðir
kvæða kallast á og auðga og dýpka viðfangs-
efnin með því að setja þau fram frá ólíkum
sjónarhornum og í mismunandi tímakerfum, ef
svo mætti segja.
Seinni hluti frumortu kvæðanna er svo sonn-
ettuflokkur sem nefnist „þrettán þankabrot um
lífið“. í þessum samstæðu fjórtánhendum erenn
fjallað um svipuð viðfangsefni og áður: um
tómleika tilverunnar og lífið, sem er óskilj-
anlegur draumur þar sem menn berjast aðeins
við eigin skugga og verða fómarlömb gabbs, að
nokkru leyti fyrir eigin tilverknað. En ef lífið er
skóli verður niðurstaðan sú, að
Við fáum að lokum enga brottfarareinkunn
og aldrei mun neinn fá að vita
hvað fyrir var sett. (33)
Samt er eins og hér örli á einhverri lausn, og hún
er sú að verða einhvers konar Robinson í til-
verunni og horfa á hana úr fjarlægð með kald-
ranalegu raunsæi. Svo hyllir jafnvel að lokum
undir fyrirheit trúarbragða en þau eru eins óljós
og margbreytni þeirragefurtil kynna: fjallstind-
ur Dantes, hin pýþagórsku fræði eða „grein hjá
Jóhannesi" guðspjallamanni. Þessi viðhorf
undirstrikar formið glögglega: hinn fomi brag-
arháttur sonnettunnar, sem skáldið beitir af
mikilli íþrótt (sbr. það hvemig setningamar
teygjast gjarnan milli ljóðlína eða úreinu erindi
í annað í árekstri við skipan formsins) hefur hér
sams konar skopstælingarhlutverk og hefð-
bundið form hefur gjaman í nútímaskáldskap,
eða öllu heldur: hefðinni er beitt til að skapa
ákveðna íróníska fjarlægingu, sem gerir kleift
að skoða viðfangsefnið með háðsku hlutleysi.
Hægt er að grípa niður hvar sem er:
Að lífið sé skógur lásum við hjá Dante
og leiðin viðsjál sem sé um hann gengin.
Við þrömmum samt, þótt okkur Virgil vanti
og vegarskilti finnist hérna engin ... (41)
Ljóðabók Kristjáns Ámasonar er því mikils-
verður áfangi: vonandi er hún merki um að
landinn sé nokkum veginn læknaður af árátt-
unni í rímölvun sem slíka og því sé ekki lengur
þörf á að fela vímugjafann heldur megi auðga
skáldskapinn með því að bera hann að hlustar
munnum. En burtséð frá því öllu em þessi ljóð
holl lesning á þeim tímum þegar fátt á betur við
en dálítið kaldranalegt raunsæi.
Einar Már Jónsson
TMM 1991:3
107