Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Blaðsíða 10
GRAGAS
lagasafn íslenska þjóöveldisins
Grágás geymir elstu lög íslendinga. Þau eru geysimerk heimild
um aldarfar, atvinnuhætti og heimilishagi á tímum þjóðveldisins,
og varpa Ijósi á daglegt líf þjóðarinnar á fyrri tíð. í Grágás segir
frá því hversu skíra skuli sjúkt barn þegar enginn er presturinn
og ekkert vatn nema snjór. Þar segir að sá sé ekki arfgengur
sem ekki veit hvort söðull á hrossi snýr fram eða aftur. Þar er
lýst reglum um hjúskap og skilnað, tegundum sára og hversu
bæta skuli, þingsetningu, seladrápi, landamerkjadeilum, gjald-
miðli, skipakaupum, fátækrahjálp, netalögnum og messudögum,
svo eitthvað sé nefnt.
Grágás kemur nú út í fyrsta sinn með nútímastafsetningu, þar
sem leitast er við að gera þjóðveldislögin aðgengileg okkar tím-
um án þess að svipta þau hinu fornlega svipmóti sínu. Skýringar
eru neðanmáls á síðum, og útgáfunni fylgir nákvæm atriðisorða-
skrá og inngangur eftir sagnfræðingana Kristján Sveinsson og
Gunnar Karlsson prófessor, sem hafa umsjón með þessari
fyrstu íslensku Grágásarútgáfu.
Grágás er nauðsynlegt undirstöðurit fyrir áhugamenn um
sögu og samfélag á fyrstu öldum íslandsbyggðar og hún er að
sama skapi mikilvæg og skemmtileg heimild fyrir þá sem hafa
áhuga á íslenskum bókmenntum og íslenskri tungu.
Mál og menning