Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Blaðsíða 112

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Blaðsíða 112
persónulegur sem hann er, fullur af vörumerkj- um höfundar síns og órjúfanlegur frá sjálfri frásögninni. Hann hefur sinn sjarma í tiktúrum sínum sem eru fáar til ama, helst er að orðaröð sé einkennileg: „ ... þótt þú hafir skeint hana í lífinu á bænum" (bls. 73), eða fullmikið sé af fornöfnum: „I sömu svifum fór móðir hennar að bogra í höfðinu á henni. Hún sneri við henni baki. Telpan tók um herðar henni og lagði hana aftur á bak" (bls. 53). Þarna veit maður ekki hvor hún þeirra er hvor hún. Þá kemur fyrir að líking gangi ekki upp þó falleg sé: „Ljós nóttin var einslags draumur langra daga sem þverra aldrei alveg og týnast því ekki í næturmyrkrið, heldur logaði á þeim eins og sílýsandi lampa í nóttinni" (bls. 54-55). Þarna er nóttinni lfkt við hlut sem síðan er í henni. En þetta eru aðeins litlar kvartanir um bók sem endalaust væri hægt að velta sér upp úr og verður vonandi gert. Stíll og efni fara saman líkt og sögupersónurnar fara með dýrunum og nátt- úrunni. Það er sem veðráttan hagi sér í samræmi við líðan fólksins, bregður skýjum á loft eftir langan þurrk til þess eins að því leiðist ekki og telpan reynir „ . . . að anda hljóðlega til að styggja ekki kyrrðina" (bls. 14). Það er þessi gagnkvæma háttvísi sem er eitt það fallegasta í bókinni, auk þeirrar næmu athygli sem dýrin fá. Hestar, kýr og hundar verða fullgildar persónur og virðast telpunni „ . . . jafnvel miklu mann- legri. . ." (bls. 32) en fólkið. Hestur veit ekki hvort hann má hreyfa sig „ ... af tillitssemi við harminn í huga mannsins sem húkti á baki hans" (bls. 125) og það glampar fallega á línur eins og þessar: „ ... næturfriðurinn lagðist yfir og virtist jafnvel ógna hundunum. Geigur greip þá við kyrrð og fegurð jarðarinnar, því að þeir ráku upp hræðslukennt gjamm stöku sinnum og urruðu andspænis engu sérstöku" (bls. 27). Þama, líkt og víðar í bókinni, nær Guðbergur sterkum „spiritual" áhrifum á einfaldan hátt og án þess að þurfa að styðja sig við gamla geist- lega drauga úr trú eða hjátrú. Hann birtir okkur hina hversdagslegu eilífð og skrifar um hið ójarðneska á jarðbundinn hátt, hið yfirnáttúrulega með náttúrustemningum og nær því að vera andlegur á mjög materíalískan hátt, sem að líkindum er eina leiðin fyrir bók- menntir að fara nú á trúlausum tíma þegar fólk sækir sitt andlega brauð í hljóðgerfla og heila- hvfldamámskeið. Svo lengi deyr sem lifir Tvífættu persónurnar eru, líkt og þær fjórfættu, allar nafnlausar. Það er að líkindum gert til að forðast fomar klisjur og öll sagan er örnefna- og vöruheitalaus sem gerði hana nokkuð tímalausa ef ekki kæmi til eitt vasadiskó og umræður um tölvur og hópefli. Þetta er enginn venjulegur „realismi" og með þessu móti næst einnig hæfi- leg mixtúra af því almenna og hinu einstaka, sagan gæti í raun gerst hvar sem er, hvenær sem er og hefur ekkert af hinum staðbundna kreðsu- þef sem einkennir svo mjög íslenskar bók- menntir, án þess þó nokkurn tíma að glata sérkennum hins íslenska veruleika. Sérhver persóna er sérstæð, heilsteypt og leynir á sér, fólki er ekki lýst í einföldum andlitsdráttum heldur framkallast mynd manns af því hóló- grafískt í gegnum síðurnar, af orðum þeirra og gerðum, við kynnumst persónunum af um- gengninni við þær. Bóndinn er yfirvegaður og síminnandi á gæði sveitalífsins og húsfreyjan einföld og jarðbundin með ekta setningar eins og: „Reyndu bara að borða. Það hefur okkur alltaf reynst best þrátt fyrir vísindin" (bls. 51). Dóttirinn er hinsvegar af flóknari kynslóð, dálítið tætt háskólamanneskja sem fær nýjar dellur reglulega og er full af fróðleik úr annars manns höfði, heldur fyrirlestra yfir heimilis- fólkinu um nýjustu tækni og vísindi og lærir spænsku útá hól. Ástalíf hennar er að mestu handan við bakgrunn söguþráðarins, það glittir aðeins í það við og við, sem gerir bókina marg- lesna. Dóttirin er á ýmsan hátt fulltrúi hinnar venjulegu háskólamanneskju sem engum sér- stökum kostum er búin og hefur ekkert sérstakt að lifa fyrir en fyllir líf sitt þess í stað af sí- felldum þeysireiðum og örvæntingarfullum 102 TMM 1992:1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.