Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Blaðsíða 56

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Blaðsíða 56
bœttari með þekkingu á henni og þjálfun í henni. Páll hefur einnig gagnrýnt þá menn eða einkum stéttir manna, sem bera ábyrgð á velferðfólks og lífi, svo sem lœkna og hjúkr- unarfólk, rithöfunda og nú síðast presta. Þótt sú gagnrýni sé kannski afar mismun- andi hefur hún samt einn megintilgang: Að spyrjafólk hvað það meini með þvísem það gerir og biðja það að hugsa um hvað það er að gera. Við byrjum þessvegna spjallið við Pál á því að spyrja: Telur þú það vera hlutverk heimspekinga almennt að finna að við fólk, uppfrœða það eða veita einhverskonar andlega leiðsögn ? Heimspekingar reyna að fá fólk til að hugsa. Þeir veita ekki andlega leiðsögn með því að miðla vísdómi eða boða trú. Þó biður heimspekingurinn fólk vissulega að játa trú, því hann vill fá það til skilnings og trúar á sannleikann og mikilvægi þess að leita hans eftir leiðum skynseminnar. Sá sem stundar heimspeki viðurkennir þar með til- tekin gildi. Mikilvægast þeirra er sannleik- urinn. En það verður að vera sannleikur sem skynsemin getur skilið. Fólk velur oft að trúa hinu og þessu sem það hefur engan raunverulegan skilning á og þá að sjálf- sögðu einnig án þess að hafa nokkrar gildar ástæður fyrir trú sinni. Slík trú á ekkert skylt við heimspeki. Stundum byggir fólk skoðanir sínar á því sem það telur vera heilbrigða skynsemi. En heimspeki og heilbrigð skynsemi er tvennt ólíkt. Heilbrigð skynsemi er safn viðtek- inna skoðana, sem oft eru runnar undan rótum heimspekinga, en geta líka verið fengnar annars staðar frá, til dæmis úr trú- arbrögðum. Sá sem beitir aðeins heilbrigðri skynsemi heldur sig því innan ramma við- tekinna skoðana og reynir ekki að standa á eigin fótum. Hann notar viðteknar skoðan- ir, en hugsar þær ekki sjálfur. Hugsanlega notar hann skoðanirnar sem barefli gegn skoðunum annars fólks. Með hinum við- teknu skoðunum fellir hann dóma án þess að reyna sjálfur að komast að því hvort þeir séu réttir eða rangir. Maðurinn er hugsandi vera og það þýðir að hann kemst ekki hjá því að hafa skoðanir. Hann getur hinsvegar hliðrað sér hjá því að hugsa þær sjálfur, eða rökstyðja þær. Venjulega er litið svo á að heilbrigð skyn- semi sé besti mœlikvarðinn sem við höfum á það sem fyrir augu og eyru ber. Það virðist fráleitt að hafna henni einsog hverj- um öðrum fordómum. Er ekki heilbrigð skynsemi lágmarksskynsemi, nauðsynleg forsenda dómgreindar manna? Að vissu leyti, jú. Heilbrigð skynsemi er reynslusafn kynslóðanna, hún er forðabúr mannlegrar reynslu. Dæmi um heilbrigða skynsemi Islendingsins er að fara ekki illa klæddur á fjöll. En í þessu sést líka hvernig heilbrigð skynsemi starfar: Hún krefst ekki hugsunar. Oft er hún nytsamleg en það er ekki fyrr en þú hættir að láta heilbrigða skynsemi nægja að þú ert í raun farinn að hugsa sjálfur. Þá er þú ekki lengur á valdi heilbrigðrar skynsemi, heldur notar þína eigin hugsun; viðteknar skoðanir ríkja ekki yfir þér: Þú ert farinn að hugsa. í þessu forðabúri sem heilbrigð skynsemi er, hafna heimspekikenningar auðvitað oft á endan- um. Sókrates hafði gífurleg áhrif á heil- brigða skynsemi og margir heimspekingar aðrir eftir hans dag, til dæmis Descartes og Hume. 46 TMM 1992:1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.