Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Blaðsíða 16

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Blaðsíða 16
6. Húmor Bækur eiga að vera spennandi og fyndnar segja krakkar oft þegar þau eru spurð. (Full- orðnir nefna oftar uppeldisgildi og siðaboð- skap.) Húmor í bókmenntum er ekki bara uppá punt. Það er nefnilega eins með hann og spennuna, hann hefur gildi í sjálfum sér. En það er ekki sama hvernig honum er beitt. Að hafa góðan húmor er gott veganesti út í lífið. Húmor er einnig nátengdur siðferðis- gildum, þannig hlæjum við með vinum okkar en ekki að þeim. í bamabókum eins og í kómedíum hlæjum við með þeim valdalausu að valdsmönnum, að nýju föt- unum keisarans og fínu frúnum og löggun- um í Línu langsokk. Húmor í barna- eða unglingabók má aldrei byggjast á því að gera grín að veikleikum barna og unglinga eða annarra sem minna mega sín, þá verður hann siðlaus. 7. Siðfrœði og hugmyndafrœði Siðaboðskapur hefur oft verið yfirþyrm- andi í barnabókmenntum og það má hann ekki vera. Samt er mikil þörf á skýrum, mannúðlegum og fordómalausum siðferð- isgildum en þau þurfa að vera samrunnin verkinu, innbyggð í alla þræði þess. I per- sónuna Línu langsokk er innbyggður mikill og jákvæður siðaboðskapur þótt á sínum tíma þætti hún ósiðlegt fordæmi af þeim sem vildu ala börnin sín upp í formlegum siðum fremur en góðu hjartalagi. (Þótt þeir hafi e.t.v. ekki hugsað það beint þannig.) Hugmyndafræðin er umdeilanlegri. Hún þarf að vera í takt við þann tíma sem bókin er skrifuð á, gjarnan framsækin en ekki afturhaldssöm. Umfram allt má hún ekki innræta lesendum fordóma t.d. um kyn- þætti, karla og konur eða ákveðna þjóðfé- lagshópa. 8. Málfar Allar bókmenntir eru leikur með tungumál öðrum þræði. Börn og unglingar eru enn að læra málið og þess vegna er frjó málnotkun þar sem höfundur leikur sér dálítið með tungumálið sérstaklega eftirsóknarverð í barna og unglingabókmenntum. Það þarf að taka mið af því að hver aldur hefur sín einkenni í málþroska og höfundur verður að þekkja vel það sem einkennir lesendahóp- inn sem hann skrifar fyrir og spila á það í málnotkun sinni. Þannig getur náðst upp þroskandi samspil textans og lesandans sem nýtur og nemur í senn. Slík málnotkun hefur skipað Guðrúnu Helgadóttur heiðurssess meðal rithöfunda. 9. Bjartsýnn endir Takmark alls uppeldis er björt framtíð, börn verða að eiga von um hana. Bamabók- menntir stuðla að því með því að láta allt fara vel að lokum eða a.m. k. gefa skýra von um að allt muni fara vel fyrir sögupersónum sem lesendur hafa fylgt gegnum súrt og sætt við lesturinn. Böm og unglingar hafa al- mennt ekki þroska til að túlka endi sem er óljós eða slæmur á þann hátt sem fullorðnir gera sem þroskaðir lesendur. Þess vegna verður að tryggja góðan endi í barna- og unglingabókum. 70. Hvað skilur bókin eftir? Það er ágætt að hugleiða þessa spurningu í dálítið víðum skilningi að loknum lestri bókar. Sé það margt sem leitar á hugann bendir það til að bókin hafi átt erindi. Yppi lesandi öxlum, átti hún ekki erindi við hann í það skiptið a.m.k. Þama er spurt um sam- band lesanda og texta hverju sinni og það er auðvitað einstaklingsbundið, jafnvel tímabundið. 6 TMM 1992:1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.