Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Blaðsíða 41
í ævintýrinu sigrar hið góða að lokum.
Það vitum við og vegna þeirrar vissu getum
við vaðið eld og barist óhrædd við tröll og
forynjur við hlið söguhetjunnar. í teikni-
myndaseríunum má hið góða aldrei vinna
fullnaðarsigur þó svo að heimsendi sé af-
stýrt — um sinn. Það verður að vera hægt
að halda sögunni áfram, sýna nýjan þátt í
næstu viku.
í einskis-manns-landi fjölþjóðafram-
leiðslunnar er erfitt fyrir bam að finna sam-
svömn við eigin veröld, umhverfi, að-
stæður, þrár, drauma eða tilfinningar. Það
sér aftur á móti óteljandi dæmi um að of-
beldi sé notað til að leysa vandamál — til
bráðabirgða.
Aftur vil ég minna á að það er ekki bara
hvað er sagt sem skiptir máli, heldur líka
hvemig það er sagt. Sá myndstíll, eða þau
stílbrigði, sem mest em notuð einkennast af
yfirborðskenndri einföldun þar sem sæt-
leiki og ljótleiki er ýktur; af fábrotnu litavali
— hráir andstæðir litir eða væmnir, sykrað-
ir tónar; af mikilli notkun skálína í mynd-
byggingu, þannig að barnið dregst inn í
myndflötinn eða að myndin stekkur út á
móti því og af hröðum skiptingum milli
sviða og atriða. Þessi formrænu atriði, beit-
ing hinna myndrænu þátta, em minna rædd
en efnisinntakið. Samt eru áhrif þeirra að
mínu mati óhemju sterk. Þau hafabein áhrif
á tilfinningar barnanna og þau hafa mótandi
áhrif á smekk þeirra og viðhorf.
Margir hafa áhyggjur af áhrifum erlends
efnis á íslenska tungu og þess vegna er stór
hluti sjónvarpsefnis fyrir yngstu áhorfend-
uma með íslensku tali. Að vísu er hljómfall
þeirrar íslensku stundum æði keimlíkt
hljómfalli enskrar tungu. En talaður texti er
einungis hluti sjónvarpssendingarinnar.
Yndisþokki í stað væmni.
(Luba Konceková-Veselá:
Myndskreyting við Grimms-ævintýri.)
Börnin þarfnast líka íslenskra mynda.
Myndmál er nefnilega bara að hluta til al-
þjóðlegt og allir eiga rétt á myndefni sem
sprottið er upp úr þeirra eigin umhverfi,
mótað af þeim sjónrænu þáttum sem eru
hverjum stað eiginlegir.
Ég hef eytt þó nokkmm tíma í að agnúast
út í fjölþjóðlegt efni fyrir börn, einkum
sjónvarpsefni. Enginn má þó skilja orð mín
þannig að ég sé andsnúin nútíma fjölmiðla-
tækni. Möguleikamir eru stórkostlegir.
Gegnum sjónvarp ættu börnin okkar að geta
kynnst menningu bæði eigin lands og ann-
arra landa. Þau ættu að eignast hlutdeild í
því besta sem til er í bamabókmenntum og
myndefni í heiminum. Þau ættu að eiga kost
TMM 1992:1
31