Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Blaðsíða 52
pólitík og færðist jafnt og þétt til hægri. í einni heimsókn til íslands kvaðst
hann vera sósíaldemókrat, í þeirri næstu fussaði hann og sveiaði banda-
rískum demókrötum, þessu ábyrgðarlausa frjálslyndispakki, sem skildi
ekki að Sovétríkin voru Heimsveldi hins illa. Ronald Reagan var hans
maður. Hann fór oft milli borga þar vestra og hélt fyrirlestra hjá allskonar
samtökum um það, að Bandaríkjamenn svæfu á verðinum gegn
heimskommúnismanum vegna leti, þægindafíknar og fáfræði.
Alltaf þegar við hittumst tókum við snarpar brýnur um heimsvandann.
Júra hélt því mjög til streitu að sovétkommúnisminn væri höfuðháski
mannkynsins. Hann getur ekki breyst, sagði hann. Hann getur ekki tryggt
sér framhaldslíf nema með útþenslu og ævintýramennsku í þriðja heim-
inum. Ég var satt best að segja í þröngri stöðu í áhlaupum Júru. Því sjálfur
hafði ég gefist uppá vonum Médvédevbræðra og annarra slíkra um að
sovétkerfinu yrði breytt innanfrá. (Enginn gerði ráð fyrir manni eins og
Gorbatsjov, hvað sem menn annars hugsuðu. Nema kannski Frakkinn
Raymond Aron, sem spáði því þegar á dögum Krúshjovs að kommúnísk
hugmyndafræði mundi þorna upp með tíð og tíma og við taka efnahags-
leg nauðsyn á umbótum — og yrði þetta að gerast ofan frá, byrja í
Flokknum sjálfum.)
Allt breytist, reyndi ég samt að segja. Flokksræðið slappast smám
saman og hemaðarmátturinn sovéski er ekki eins mikill og þeir í Penta-
gon láta þegar þeir vilja meiri peninga í sinn her. Það er ekki sovétkomm-
únisminn sem verður mesti vandi tímans heldur breikkandi gjá milli
norðurs og suðurs. Grimmari tvískipting heimsins milli rrkra og fátækra.
Og meðferðin á auðlindum heimsins, rányrkjan, græðgin fyrirhyggju-
lausa.. .
Þið þessir vinstrifólar emð alltaf á harðahlaupum undan því sem
mestu skiptir, sagði Júra. Auðvitað er heimurinn stútfullur af vandræðum,
hver neitar því? En þau má leysa smátt og smátt ef hægt er að losna við
kommúnismann.
Hvemig? spurði ég. Viltu fara í stríð?
Þú ert sami andskotans þverhausinn alltaf, sagði Júra.
Við vomm eitthvað að fjasa um menninguna líka. En það var í annarri
lotu og nú sagði Júra:
Veistu það, Amjúsha, vandinn er sá að Amríkanar em ekki menning-
42
TMM 1992:1