Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Blaðsíða 26

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Blaðsíða 26
sem hefur útlit sem fellur að staðli fegurð- ardísa. Ástarsamband það er ekki tekið út með tómri sældinni en Ormur kemur út úr því ríkari að reynslu og í lok bókar virðist hann búinn að átta sig á að honum er óhætt að hafa sjálfstæðan smekk á því fyrir hvers konar kvenlegri fegurð hann fellur. Olafur Haukur vinnur þannig markvisst að því að vekja lesendur sína til vitundar um hvemig staðlaðar hugmyndir um kvenlega fegurð stjóma lífi stráka, líka þeirra sem þykjast vera hugsandi menn. Flestar unglingabæk- ur ýta undir viðteknar skoðanir að þessu leyti og draumadísir stráka sem eru aðalper- sónur í unglingasögum falla undantekn- ingalítið að staðlinum, há, grönn, með ljóst sítt hár, sæt. Sigur persónanna felst svo oftar en ekki í því að þeir, sem eru ósköp venjulegir í útliti, eiga eftir allt saman séns í þessar fegurðardísir. En aftur að Ormi Óðinssyni. Helsta ein- kenni Gauragangs er einmitt það að Ormur tekur út þroska á mjög mörgum sviðum. Persónusafn bókarinnar er fjölbreytt og persónur ljóslifandi. Lesandi kynnist Ormi af samskiptum hans við þessar ólrku per- sónur. Áður er minnst á hvernig hann sýnir ólíkar hliðar í samskiptum sínum við pabba sinn og konu hans annars vegar og litla bróður sinn og gamla manninn í kjallaran- um hins vegar. Eftir því sem við fylgjumst lengur með samskiptum vinanna Orms og Ranúrs (Rúnar aftur á bak), sem er mjög ólíkur Ormi, sjáum við hve traustur vinur Ormur reynist og raungóður þrátt fyrir allt. Sambandi þeirra er einfaldlega fallega lýst. Annar besti vinur Orms er Halla og Ormur reynir virkilega á alla hennar þolinmæði oft á tíðum. Hún er samt sú persóna sem sér hvað best í gegnum hann og þolir hann kannski þess vegna og er líka skotin í hon- um. Framkoma hans við Höllu tengist van- þroska hans í sambandi við staðlaðar kvení- myndir, hún er of feit til að töffarinn Ormur geti viðurkennt hana. Það er því mikið þroskamerki þegar Ormur er einlægur við Höllu í lokin og viðurkennir ást sína á henni. Þannig ætti mannskilningur lesandans að aukast um leið og Ormur þroskast í sam- skiptum sínum við annað fólk. í sögunni er unglingum lýst sem margþættari og dýpri persónum en gert er í öðrum unglingabók- um. Sagan er líka lengri en aðrar unglinga- sögur, 260 blaðsíður, og einnig af þeim sökum efnisríkari. Hún skilur því fjölmargt eftir handa lesandanum til að hugsa um, auk þess sem hún er bráðskemmtileg aflestrar og vel krydduð góðum húmor. Frjó mál- notkun á mikinn þátt í hve bókin er skemmtileg. Höfundur þekkir greinilega á hvaða stigi unglingar eru í málþroska og þau einkenni endurspeglast á trúverðugan hátt í stíl sögunnar. Orrnur, sem segir sög- una, gengur með skáld í maganum og það leyfir líka dálítið skemmtilegar rispur í mál- fari. Á síðasta ári kom framhald af Gaura- gangi sem heitir einfaldlega Meiri gaura- gangur (1991). Þar segir frá því sem flestir nútímaunglingar ganga í gegnum á þroska- brautinni, sem sé að fara til dvalar í útlönd- um um tíma. Ormur og Ranúr fara til Kaupmannahafnar og dvelja sumarlangt. Sagan er viðburðarík, því það er eitt og annað sem svona gaurar geta lent í, þeir eru algjörir græningjar sem þykjast vera töff og flækjast í hvers konar vesen í Köben, bæði jákvætt og neikvætt. Margt sem kemur fyrir þá er kunnuglegt og rek ég það til líflegra reynslusagna um einmitt þetta efni gegnum tíðina. Þeir lenda í öllu þessu dæmigerða 16 TMM 1992:1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.