Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Blaðsíða 29
Ólöf Pétursdóttir
Vorvindar úr Danaveldi
Þankar um unglingabækur hér
og hjá frændþjóð
Að dómi höfundar hafa margar þeirra bóka sem íslenskir höfundar hafa
skrifað handa unglingum undanfarin ár verið langt því frá nógu vandaðar,
en prýðilegar bækur hafa hins vegar verið samdar fyrir börn. Fjallað er
um nokkrar danskar unglingarbækur, sem höfundur telur flestum þeirra
ísiensku fremri.
Unglingabækur: Markaðssetning
eða bókmenntagrein?
Hvert er hryllilegasta hlutskipti sem hægt
er að óska óvini sínum? Nú, til dæmis að
hann sitji fastur á eyðieyju með eina vel
valda bók í farteskinu — og auðvitað væri
það unglingabók eftir íslenskan metsölu-
og/eða verðlaunahöfund, t.d. Sautján ára í
sambúð eftir Eðvarð Ingólfsson, eða Ung-
lingar í frumskógi eftir Hrafnhildi Val-
garðsdóttur. Bókin Ófrísk af hans völdum
gæti fylgt með, ef stórra harma þyrft^ að
hefna.
Það er mér hulin ráðgáta, af hverju og
hvernig ofangreindar bækur hafa verið
gefnar út. Staðreyndin er sú að íslenskir
bókaútgefendur hafa undanfarin ár stórlega
misboðið unglingum þessa lands með
hraðsoðnum, klisjukenndum samtíningi
eftir innlenda höfunda. Þetta bragðlitla nasl
er gefið út milli harðspjalda og miskunnar-
laust auglýst fyrir jólin, tyggjó í konfektum-
búðum. Tekið skal fram, að sem betur fer er
þetta ekki algilt, því nokkrar unglingabóka
þessara síðustu og verstu tíma eru hreint
ágætar, en þær fá því miður sömu meðferð
og staðalvaðallinn á færibandi jólabóka-
flóðsins, og það þótt allt annar handleggur
sé þar á ferð. Þessi stórfurðulega markaðs-
setning er þeim mun undarlegri fyrir það,
að á íslandi stendur útgáfa innlendra barna-
bóka með miklum blóma um þessar mund-
ir. Þar ráða ríkjum hugarflug, alúð og
vandvirkni. Við erum svo lánsöm að eiga
fjölda framúrskarandi höfunda barnabóka,
og flest það lesefni sem bókaútgefendur
ætla bömum er afbragðsgott, hvort heldur
fmmsamið eða þýtt. Svo kámar gamanið
heldur betur þegar hugað er að eldri böm-
um, unglingum. Þar tekur við magalending,
tilfinningaþrot, gervimennska, tóm steypa,
subbulegur hrærigrautur . . . Hvað hefur
TMM 1992:1
19