Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Blaðsíða 27
sem hrekklausan íslending getur hent í út-
löndum, glæpast á stelpum sem stinga svo
af með alla peningana þeirra en líka verða
einhverjir til að taka þá upp á arma sína
þegar þeir uppgötva hvað þeir félagar eru
grænir.
Bókin er skemmtileg viðbót fyrir þá sem
kynnst höfðu Ormi og Ranúr í fyrri bókinni
en hún leggur grunninn sem þessi byggir á.
Sú fyrri skilur þó meira eftir.
Fjölbreytni óskast
Hér hafa ekki verið nefndir til sögunnar
allir þeir höfundar sem skrifað hafa fyrir
unglinga, heldur reynt að gefa hugmynd um
þróun og stöðu greinarinnar með nokkrum
völdum dæmum. Sé litið á íslenskar ung-
lingabækur í heild með tilliti til mælistik-
unnar sem sett var upp í upphafi grein-
arinnar gæti niðurstaðan orðið þessi:
Allir höfundar nota sjónarhom unglinga
í sögum sínum en þeir hafa mjög misjafn-
lega gott vald á frásagnartækni og margir
beita þess vegna sjónarhorni ekki nógu
markvisst, þó að sumir geri það vel.
Hugmyndafræði í unglingabókum er
sjaldan framsækin, oftast í takt við ríkjandi
viðhorf og stundum afturhaldssöm. Of fáir
höfundar virðast setja sér það markmið
með skrifum sínum að skrifa fyrir unglinga
á þeirra eigin forsendum. Það kemur t.d.
fram í því að ekki er fjallað af nægilegri
alvöru um þau vandamál unglinga sem upp
eru tekin, heldur er þeim ýmist drepið á
dreif eða þau leyst mjög yfirborðslega.
Persónur unglingabóka eru of einsleitar.
Margir höfundar virðast ætla sér að skrifa
um dæmigerðan ungling með dæmigerð
unglingavandamál svo að bókin geti höfð-
að til sem flestra. Útkoman verður því mið-
ur oft litlausar persónur sem eiga í vanda-
málum sem eru svo lítilfjörleg að þau vekja
varla áhuga lesenda. Langflestar unglinga-
bækur fjalla um reykvíska unglinga og það
er óviðunandi að unglingar sem búa vítt og
breitt um landið skuli ekki fá tækifæri til að
lesa um sig og sína líka í unglingabókum.
Eru þeir ekki jafn verðugt og spennandi
viðfangsefni og unglingar fyrir sunnan?
Með örfáum undantekningum falla allar
unglingabækur síðasta áratugar í flokk
raunsærra samtíðarbókmennta. Hæpið má
þó teljast að kalla þær bækur raunsæjar sem
ég hef í þessari grein flokkað sem reyfara.
Þær gefa sig þó út fyrir að fjalla um íslenska
unglinga, vandamál þeirra og veruleika, þó
þær taki það eins lítið alvarlega og raun ber
vitni. Það má því ljóst vera að um mjög
ólíkar bækur er að ræða þegar talað er um
að þær séu raunsæjar og gæðamunur er
mikill.
Nokkrir höfundar hafa náð góðum tökum
á því að skrifa raunsæjar samtíðarsögur fyr-
ir unglinga og auk þeirra sem nefndir hafa
verið vil ég nefna Rúnar Ármann Arthúrs-
son sem í sínum bókum, Algjörir byrjendur
(1986) og Er andi í glasinu? (1987), skrifar
um persónur með fjölþætt áhugamál og hjá
honum er þjóðfélagslegur bakgmnnur ís-
lensks samfélags skýrari en hjá mörgum
öðmm höfundum.
Öðmm greinum hefur lítið verið sinnt.
Auk áðurnefndrar sögulegrar skáldsögu
Andrésar Indriðasonar hefur Guðlaug
Richter skrifað tvær sögulegar bækur, Son-
ur Sigurðar (1987) og Jóra og ég (1988),
hvort tveggja vandaðar sögur sem þó virðist
hafa vantað herslumuninn til að ná hylli
lesenda.
Rúnar Ármann hefur gert athyglisverða
TMM 1992:1
17