Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Side 27

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Side 27
sem hrekklausan íslending getur hent í út- löndum, glæpast á stelpum sem stinga svo af með alla peningana þeirra en líka verða einhverjir til að taka þá upp á arma sína þegar þeir uppgötva hvað þeir félagar eru grænir. Bókin er skemmtileg viðbót fyrir þá sem kynnst höfðu Ormi og Ranúr í fyrri bókinni en hún leggur grunninn sem þessi byggir á. Sú fyrri skilur þó meira eftir. Fjölbreytni óskast Hér hafa ekki verið nefndir til sögunnar allir þeir höfundar sem skrifað hafa fyrir unglinga, heldur reynt að gefa hugmynd um þróun og stöðu greinarinnar með nokkrum völdum dæmum. Sé litið á íslenskar ung- lingabækur í heild með tilliti til mælistik- unnar sem sett var upp í upphafi grein- arinnar gæti niðurstaðan orðið þessi: Allir höfundar nota sjónarhom unglinga í sögum sínum en þeir hafa mjög misjafn- lega gott vald á frásagnartækni og margir beita þess vegna sjónarhorni ekki nógu markvisst, þó að sumir geri það vel. Hugmyndafræði í unglingabókum er sjaldan framsækin, oftast í takt við ríkjandi viðhorf og stundum afturhaldssöm. Of fáir höfundar virðast setja sér það markmið með skrifum sínum að skrifa fyrir unglinga á þeirra eigin forsendum. Það kemur t.d. fram í því að ekki er fjallað af nægilegri alvöru um þau vandamál unglinga sem upp eru tekin, heldur er þeim ýmist drepið á dreif eða þau leyst mjög yfirborðslega. Persónur unglingabóka eru of einsleitar. Margir höfundar virðast ætla sér að skrifa um dæmigerðan ungling með dæmigerð unglingavandamál svo að bókin geti höfð- að til sem flestra. Útkoman verður því mið- ur oft litlausar persónur sem eiga í vanda- málum sem eru svo lítilfjörleg að þau vekja varla áhuga lesenda. Langflestar unglinga- bækur fjalla um reykvíska unglinga og það er óviðunandi að unglingar sem búa vítt og breitt um landið skuli ekki fá tækifæri til að lesa um sig og sína líka í unglingabókum. Eru þeir ekki jafn verðugt og spennandi viðfangsefni og unglingar fyrir sunnan? Með örfáum undantekningum falla allar unglingabækur síðasta áratugar í flokk raunsærra samtíðarbókmennta. Hæpið má þó teljast að kalla þær bækur raunsæjar sem ég hef í þessari grein flokkað sem reyfara. Þær gefa sig þó út fyrir að fjalla um íslenska unglinga, vandamál þeirra og veruleika, þó þær taki það eins lítið alvarlega og raun ber vitni. Það má því ljóst vera að um mjög ólíkar bækur er að ræða þegar talað er um að þær séu raunsæjar og gæðamunur er mikill. Nokkrir höfundar hafa náð góðum tökum á því að skrifa raunsæjar samtíðarsögur fyr- ir unglinga og auk þeirra sem nefndir hafa verið vil ég nefna Rúnar Ármann Arthúrs- son sem í sínum bókum, Algjörir byrjendur (1986) og Er andi í glasinu? (1987), skrifar um persónur með fjölþætt áhugamál og hjá honum er þjóðfélagslegur bakgmnnur ís- lensks samfélags skýrari en hjá mörgum öðmm höfundum. Öðmm greinum hefur lítið verið sinnt. Auk áðurnefndrar sögulegrar skáldsögu Andrésar Indriðasonar hefur Guðlaug Richter skrifað tvær sögulegar bækur, Son- ur Sigurðar (1987) og Jóra og ég (1988), hvort tveggja vandaðar sögur sem þó virðist hafa vantað herslumuninn til að ná hylli lesenda. Rúnar Ármann hefur gert athyglisverða TMM 1992:1 17
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.