Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Blaðsíða 19

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Blaðsíða 19
Um 1980 fara Eðvarð Ingólfsson og Andrés Indriðason að skrifa sögur fyrir unglinga og öðlast miklar vinsældir. Það var greinilega markaður fyrir unglingabæk- ur. Dómar bókmenntafræðinga voru þó æði misjafnir um þessar bækur. Satt að segja eiga þeir Andrés og Eðvarð ekki margt sam- eiginlegt nema að hafa byrjað að skrifa um sama leyti og hafa selst vel. Þó skrifa báðir sögur um hversdagslíf unglinga og vanda- mál sem upp koma í daglega lífinu, stór og smá. Andrés skrifar um venjulega unglinga, óörugga með sjálfa sig og samband sitt við hitt kynið og fjalla sögurnar gjarnan um hvemig söguhetjur vinna sig út úr því. Hann lýsir lífí unglinga á raunsæjan hátt, skrifar lipran stíl sem liggur nærri eðlilegu málfari unglinga án þess að nota slangur. Andrés hefur skrifað mjög mikið á síð- asta áratug, oft tvær bækur á ári og það fer ekki hjá því að hann er mistækur. Söguper- sónum hættir til að verða yfirborðslegar og hver annarri líkar og sama er að segja um lausnir á vandamálum þeirra. Síðasta ung- lingabók Andrésar, Manndómur (1990), sker sig úr því hún gerist á stríðsámnum í Reykjavík. Þar er söguefnið spennandi en úrvinnslan tekur ekki nógu mikið tillit til þess að lesendur em unglingar. Lesendur lifa sig inn í aðalpersónu sem eftir því sem á líður söguna verður tapari, það er gert grín að honum og það sem verst er sagan endar í mikilli óvissu. Þetta gæti e.t.v. gengið í bók fyrir fullþroska lesendur en ekki fyrir unglinga. Einkenni Eðvarðs eru önnur. Hans sögu- persónur eru fyrirmyndarunglingar sem drekka kakó. Þar eru gjarnan dregin skil á milli þeirra og spilltra unglinga sem þamba kók. Hugmyndafræðilega stendur Eðvarð þannig bara með „góðu bömunum“. Þar fyrir utan er hugmyndafræðin mjög aftur- haldssöm og hefur þess vegna orðið fyrir aðkasti þroskaðra unglinga sem sjá í gegn- um hana og þykir siðaboðskapurinn væm- inn og hallærislegur. Siðaboðskapur er annars yfírleitt mjög utanáliggjandi í bók- um Eðvarðs og verður þar af leiðandi yfír- borðslegur. Eðvarð fæst oft við stór vandamál en lausnimar gerast átakalaust. Þannig geta bækur hans hvorki hjálpað les- endum við lausn sinna vandamála né kennt þeim nokkuð um lífið sem mark er á tak- andi. Stíll Eðvarðs einkennist af lágkúm og uppskafningu, svo gripið sé til meistara Þórbergs. Hann skrifar upphafið, hátíðlegt mál í bland við flatneskjulegt og klúðurs- legt og hefur almennt lélegt vald á frásagn- artækni bókmennta. í kjölfar þessara karlhöfunda hafa flestir höfundar síðan siglt en færri í djúpt og ákveðið kjölfar Olgu Guðrúnar. Þessir þrír frumkvöðlar skrifa allir raun- sæjar sögur um hversdagslíf unglinga og þau vandamál sem sérstaklega tengjast unglingsárunum þótt þeir geri það á ólíkan hátt. Og það halda aðrir höfundar áfram að gera nær undantekningalaust. Óvandaðir reyfarar Fyrsta unglingabók Hrafnhildar Valgarðs- dóttur, Leðurjakkar og spariskór, kom út 1987 og var verðlaunasaga Æskunnar í samkeppni um unglingaskáldsögu. Hún heldur áfram að skrifa um sömu persónur í tveim bókum í viðbót, Púsluspili, (1988) og Unglingum ífrumskógi (1989). Aðalpersónan Öm er, að manni virðist, TMM 1992:1 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.